Nýjasta útgáfa Hóla
Haukur á Röðli
Í bókinni segir Haukur Pálsson á Röðli í Austur-Húnavatnssýslu frá ævintýralegu lífshlaupi sínu. Hér er að finna ótrúlegar bernskulýsingar sérstæðs Húnvetnings sem hefur fengið að smakka á ýmsu í lífinu. Hann missti ungur foreldra sína og fékk að kynnast lífsbaráttunni í stórum hópi systkina á kreppuárunum. Sagt er frá stríðsárunum, lífreið undan fallbyssukúlum bandamanna, dvöl í Hólaskóla þar sem margt var brallað, hvernig hann falsaði sitt eigið kennsluvottorð til bílprófs (hann varð síðar ökukennari til margra ára!) og ók inn í skólann á amerískum Farmalltraktor. Ennfremur segir Haukur frá starfi sínu sem bóndi, vélamaður, gorkarl og skemmtikraftur og lýsir samferðarmönnum sínum og nágrönnum á óborganlegan hátt.
Birgitta H. Halldórsdóttir skráir lífshlaup Hauks á Röðli.
Leiðbeinandi verð: 4.980-.
Uppseld.
Útgáfuár: 2009