Nýjasta útgáfa Hóla
Um verkmenntun við Eyjafjörð og Verkmenntaskólann á Akureyri 1984-2004
Hér er sagan rakin allt frá hinum svokallaða Duggu-Eyvindi. Gagnfræðaskólinn, Húsmæðraskólinn, Sjávarútvegsdeildin á Dalvík og Iðnskólinn eru undir smásjánni. Og ekki síst Verkmenntaskólinn á Akureyri.
Uppseld.
Útgáfuár: 2005Myndlist á Akureyri að fornu og nýju
Stórfróðleg bók um listalíf á Akureyri. Allir listamennirnir, allir listviðburðirnar, og höfundur spyr: Voru frumkvöðlarnir í íslenskri myndlist ef til vill fleiri en áður hefur verið haldið fram? Ríkulega myndskreytt bók – hvað annað!
Uppseld.
Útgáfuár: 2005Því ekki að brosa
Séra Birgir Snæbjörnsson, prestur á Akureyri, dregur fram skemmtilegar stundir ævi sinnar og þær eru svo sannarlega broslegar.
Uppseld.
Útgáfuár: 2005Þeir vörðuðu veginn
Hér segir af þremur einstaklingum er settu svip sinn með einum eða öðrum hætti á Akureyri á síðari hluta 20. aldarinnar. Þeir eru: Vilhelm Þorsteinsson, skipstjóri og framkvæmdastjóri Útgerðarfélags Akureyringa til margra ára, Ingimar Eydal, tónlistarmaður og kennari, og Gunnar Ragnars, forstjóri Útgerðarfélags Akureyringa.
Uppseld.
Útgáfuár: 1996Nonni und das Nonni-haus
Rithöfundurinn Nonni, Jón Sveinsson, naut og nýtur enn mikilla vinsælda í Þýskalandi og á ári hverju kemur talsverður fjöldi Þjóðverja í heimsókn í Nonnahús á Akureyri. Þessi bók, sem er á þýsku, hefur vafalítið ratað í hendur margra þeirra, enda gefur hún fólki örlitla innsýn í líf rithöfundarins.
Uppseld.
Útgáfuár: 1993Hernámsárin á Akureyri og Eyjafirði
Akureyri er þungamiðja þessarar frásagnar. Fjallað er breska setuliðið sem þangað kom og síðan hið bandaríska. Hin viðkvæmustu mál eru reifuð svo sem ástandið og nasisminn, Bretavinnan og njósnaveiðar hernámsliðsins.
Uppseld.
Útgáfuár: 1991