Stuð í Súlnasalnum
Gullin ský er heiti á ævisögu söngkonunnar vinsælu, Helenu Eyjólfsdóttur. Í tilefni af útkomu hennar mun Helena á laugardagskvöldið næstkomandi stíg á svið ásamt stórhljómsveit í Súlnasal Hótel Sögu og rifja þar upp glæstan söngferil sinn í tali og tónum. Tónleikarnir hefjast klukkan 21 og síðan verður ball á eftir. Bók hennar verður til sölu á staðnum og því geta menn sótt bæði næringu til sálar og líkama í Súlnasalinn á laugardagskvöldið.
Þriðjudagur 5. nóvember 2013