Pétrísk-íslensk orðbók

Pétrísk-íslensk orðabók kemur nú út í þrítugasta og sjötta sinn og hafa vinsældir hennar aukist ár frá ári og alltaf hafa bækurnar selst upp.

Nú inniheldur bókin enn fleiri orð en nokkru sinni áður, enda er hún sífellt í endurnýjun þar sem daglega bætast í sarpinn ný orð – með nýrri og áðuróþekktri merkingu!

Allt síðan 1988 hefur séra Pétur Þorsteinsson fundið skrýtin og skemmtileg orð til að setja í stað hinna hversdagslegu og litlausu. Hvað skyldu þessi orð t.d. merkja á pétrískunni: dauðadrykkur, gamanmenni, kindaklæði, líklega, sniðganga og meðgöngutími. Svörin koma vafalaust á óvart.

Leiðbeinandi verð: 3.980-.

Útgáfuár: 2025
Efnisflokkun: Bækur

Panta

Bókaútgáfan Hólar

Hagasel 14, 109 Reykjavík
Sími: 587 2619
Fax: 587 1180
Netfang: holar (hja) holabok.is