Nýjasta útgáfa Hóla
Gústi – alþýðuhetjan, fiskimaðurinn og kristniboðinn
Gústi guðsmaður er að líkindum þekktasti sjómaður 20. aldar, að öðrum ólöstuðum. Hann var orðinn hálfgerð þjóðsagnapersóna meðan hann lifði og ekki dró úr því eftir að hann lést. Hann þekkti hafið eins og fingurna á sér og óttaðist ekkert af því að hann var að eigin sögn aldrei einn. Guð var þar líka. Gústi var annálað hraustmenni, kjarnyrtur og bölvaði út í eitt og ragnaði, en betra hjarta var ekki til. Hann studdi fátæk börn úti í heimi til náms og gaf til þess nánast allt sem hann aflaði á litlu trillunni sinni. Hann var engill í dulargervi. Þetta er saga hans. Einstök á allan hátt.
Leiðbeinandi verð: 8.380-.
Útgáfuár: 2019„Hann hefur engu gleymt – nema textunum! Gamansögur úr íslenska tónlistarheiminum
Björgvin Halldórsson vill ekki æfa Hamlet. SúEllen spilar lag fyrir Sjálfstæðismenn. Guðmundi Svafarssyni í Ljótu hálfvitunum líkar ekki súrmjólkin í Ólafsvík. Pétur Kristjánsson rótar eins og óður maður. Allt hverfur í reyk hjá Greifunum. Óskar Álftagerðisbróðir kannar lagerstöðuna á elliheimili. Skriðjöklarnir komast óvænt í úrslit í hljómsveitakeppni. Rúnni Júll „tekur æði“. Rúnar Georgs kveikir í Havana-vindli. Jón Gnarr spilar á Fner. Vopnfirska trommarann, Jón Sigurjónsson, langar í Bjarna frá Vogi. Trúbadorinn Ingvar Valgeirsson var með „líf í krukku“. Árni Johnsen er með rándýran gítar. Óðinn Valdimarsson syngur fyrir móður sína. Ingimar Eydal á von á Bing Crosby. Raggi Bjarna vill eitthvað smærra og hver skyldi svo sjá um trommuleikinn í Can´t Walk Away – án þess að hafa hugmynd um það?
Leiðbeinandi verð: 3.880-.
Útgáfuár: 2019„Það eru ekki svellin.“ – Sögur og sagnir af Borgfirðingum eystri
Kristján á Jökulsá lætur sannleikann ekki eyðileggja góða sögu. Sveinbjörn á Dallandsparti sólbrennur á annarri kinninni. Magnús í Höfn stingur upp í atvinnuráðgjafa. Gömlum frænda Steins Ármanns er gefið Viagra á elliheimilinu. Jóa í Geitavík vantar hundraðkall. Sveinn á Hóli getur alveg legið á beru gólfinu, en þó með einu skilyrði. Magnús í Hátúni asnaðist til að giftast. Flöskurnar úr Brúnavík vekja ekki athygli póstmeistarans. Séra Ingvar á Desjarmýri spyr um ræturnar. Traktorar fara sínar eigin leiðir. Það brennur á Hofströnd. Magnús á Ósi fer hamförum í slökkvistarfi. Ennfremur láta Laugi vitavörður, Hákarla-Fúsi, Eiki Gunnþórs, Baui, Sigurður Ó. Pálsson, Óli Alla, Andrés á Gilsárvelli, Sigurður Árnesingur, Helgi Hlynur og Magni söngvari að sér kveða, að ógleymdum bræðrunum frá Hvannstóði, þeim Kalla, Bjarna, Jóni og Skúla Sveinssonum, en bókin er tileinkuð minningu hins síðastnefnda.
Leiðbeinandi verð: 3.980-.
Útgáfuár: 2019105 „sannar“ Þingeyskar lygasögur
Skólameistari og skítakamar á fjöllum. Texarinn og fótstóri Færeyingurinn. Ótímabær þvagrásarstöðvun í tvígang. Kalli rauði og konan úthverf. Rauður miði á hjólbörur Jóda. Migið undir mánaskini. Með Gáttaþef í hjartanu. Sveitarstjóri eins og pardusdýr á prózak í markinu. Um tilurð Johnny King. Dulbúið Ákavíti frá
Danmörku til Húsavíkur. Þegar Stalín var skotinn á Húsavík. Vottunum varð ekki um sel á Hafralæk. Listin að gera ekki neitt. Bjarni á Mánárbakka og konunglega mýsugan. Þegar Stebbi Smoll gerði Jóa mink illan grikk. Lærbrotnir kommar innan
girðingar. Jósteinn, hestasteinn og hrossaskítur. Verjur á Mývatni. Draumadauðdagi
hestamannsins. Snúlli og áramótakarfinn. Haraldur Gísla og Kraftidjót Corporation.
Og fleira og fleira.
Leiðbeinandi verð: 3.680-.
Útgáfuár: 2019Munaðarlausa stúlkan
Munaðarlausa stúlkan er eitt af þessum gömlu og góðu rammíslensku
ævintýrum þar sem góðsemi og velvild er umbunað í lokin. Fallegur boðskapur sem á alltaf erindi til okkar. Sigurgeir Jónsson, kennari til margra ára, endursagði söguna en hann hefur tekið saman allnokkrar bækur um félagslíf, mannlíf, hætti og siðvenjur í Vestmannaeyjum. Sunna Einarsdóttir sá um myndskreytingu en hún er ung Eyjastúlka sem hefur getið sér gott orð fyrir myndir sínar sem hún hefur sýnt á veitingastað foreldra sinna, Einsa kalda.
Leiðbeinandi verð: 990-.
Útgáfuár: 2019Fótboltaspurningar 2019
Hvert var fyrsta liðið sem Óskar Örn Hauksson lék með? Hvert er gælunafn Sergio Agüero? Hvaða íþróttafélag spilar heimaleiki sína á Hásteinsvelli? Frá hvaða landi er Udinese? Hann er fæddur 1986 og hefur spilað með Iker Casillas,Éver Banega og James Milner – hver er maðurinn? Hjá hvaða liði hóf Hallbera Guðný Gísladóttir knattspyrnuferil sinn? Þetta og margt fleira í þessari geggjuðu fótboltaspurningabók!
Leiðbeinandi verð: 1.690-.
Útgáfuár: 2019Spurningabókin 2019
Hvert er listamannsnafn rapparans Árna Páls Árnasonar? Hvaða nafn hefur sögupersónan Wimpy Kid hlotið á íslensku? Hvaða orð táknar bæði þögn og hávaða? Sofa skordýr með lokuð augu? Hvar lenti Insight snemma kvölds að íslenskum tíma þann 26. nóvember 2018? Þessar spurningar og margar fleiri í þessari stórskemmtilegu bók.
Leiðbeinandi verð: 1.690-.
Útgáfuár: 2019Töfra-Tapparnir
Þessi bráðskemmtilega léttlestrarbók er um tvo litla töfratappa sem velta því fyrir sér hvaðan röddin kemur og hvernig hægt er að breyta henni á ýmsan hátt. Þeir klifra því upp í munninn á fólki, en hann er auðvitað stórhættulegur fyrir litla tappa og því lenda þeir í miklum svaðilförum, en læra jafnframt mörg ný orð yfir talfærin og einnig hvernig þau virka. Tilgangur bókarinnar er að fræða börn um raddheilsu og hvernig megi forðast valda skaða á henni.
Leiðbeinandi verð: 2.480-.
Útgáfuár: 2019Náttúruþankar … og hennar líf er eilíft kraftaverk
Náttúruþankar feðginanna Bjarna E. Guðleifssonar og Brynhildar, dóttur hans, fjalla um ýmis fyrirbæri í náttúru og umhverfi, stór og smá. Við yfirferð bókarinnar ljúkast upp leyndardómar um margvísleg og margbreytileg fyrirbæri í okkar nánasta umhverfi. Lýst er áhrifum mannlegra athafna á náttúruna, svo sem gróðureyðingu, vatnsmengun. loftlagsbreytingum og orkunýtingu.
Þessari bók er ætlað að örva lesendur til umhugsunar um undur náttúrunnar og stuðla þannig að því að henni verði betur borgið í ólgusjó framtíðarinnar.
Leiðbeinandi verð: 3.980-.
Útgáfuár: 2019Döggslóð í grasi
Þingeyingurinn Kristbjörg Freydís Steingrímsdóttir, höfundur ljóðabókarinnar Döggslóð í grasi, ólst upp við ljóða- og vísnagerð en fékkst lítið við þá iðju sjálf fyrr en eftir fertugt. Kveðskapur hennar varð til í dagsins önn, kannski hripað brot og brot aftan á umslög eða aðra blaðsnepla. Hún hefur einstaklega góð tök á íslensku máli og hafa ljóð eftir hana birst í blöðum og safnritum.
Þessi bók geymir brot af gullfallegum ljóðum Kristbjargar og smellnum lausavísum.
Leiðbeinandi verð: 3.480-.
Útgáfuár: 2019