Nýjasta útgáfa Hóla



Fuglar á Íslandi og árstíðirnar fjórar – FUGLADAGBÓKIN 2022

fugladagbok_kapa.inddÞetta er tvímælalaust fallegasta dagbókin sem komið hefur út á Íslandi og þá með fullri virðingu fyrir öðrum, enda er hér um sannkallaða LISTAVERKA-DAGBÓK að ræða – prýdd fjölda glæsilegra ljósmynda af fuglum og margþættum fróðleik um 52 af þeim tegundum af rúmlega 400, sem talið er að hafi sést á Íslandi frá upphafi skráningar. Í bókinni er að finna eyðublað fyrir hverja viku ársins, þar sem m.a. er hægt að skrá niður hvaða fuglategundir sjáist þennan eða hinn daginn, hvernig viðrar og svo framvegis. Auðvitað má svo einnig nota bókina eins og hefðbundna dagbók þar sem fólk skráir eitt og annað hjá sér.

Leiðbeinandi verð: 7.380-.

Útgáfuár: 2021

Spæjarahundurinn

Spæjarahundurinn - lítilHvað eftir annað hefur Spæjarahundurinn aðstoðað lögregluna víða um heim við að leysa hin erfiðustu mál og koma þjófum og bófum á bak við lás og slá. Og nú er hann staddur í Bjartabæ. Hann birtist þar óvænt og það ekki af góðu. Hann er á eftir glæpamönnum sem vilja ráða yfir öllum heiminum og svífast einskis til að svo megi verða. Ljóst er að Lauga lögga þarf á öllum kröftum hans og klókindum að halda í baráttunni við þá.

Spæjarahundurinn hefur oft komsti í hann krappann, en þó aldrei eins og núna. Hann þarf að taka á öllu sínu – og jafnvel meiru til – ef ekki á illa að fara. En hvaðan kemur það?

Ævintýrið um Spæjarahundinn er bæði skemmtilegt og spennandi, prýtt mögnuðum teikningum hins snjalla listamanns, Halldórs Baldurssonar.

Leiðbeinandi verð: 4.380-.

Útgáfuár: 2021

Fimmaurabrandarar 3

Fimmaurabrandarar 3 - lítilÞegar Aðalbjörg svarar ekki í símann hringi ég í Varabjörgu. * Ein af flugvélum Icelandair er svo gömul að hún er með útikamar. * Ef ég villist á leiðinni að Heilsuhælinu í Hveragerði er ég þá hælisleitandi. * Ég fékk mér bjór í gærkvöldi. Í morgun var hann búinn að naga alla girðinguna. * Hvort er útrunnið eitur hættulegra eða hættuminna? * Í gær ætlaði ég að segja góðan brandara um IKEA en ég er enn að setja hann saman.

Í þessari bráðskemmtilegu bók er hvert gullkornið af öðru, en hún byggir á bröndurum af Facebook-síðu Fimmaurabrandara-fjelagsins sem nýtur mikilla vinsælda og ekki að ástæðulausu.

Leiðbeinandi verð: 2.680-.

Útgáfuár: 2021

Fótboltaspurningar 2021

kapa_fotboltaspurn_21.inddHver var aðalmarkmaður Ítala á EM 2020? Hvert er eina félagið sem systkinin Margrét Lára, Bjarni Geir, Sindri og Elísa Viðarsbörn hafa öll leikið með? Hvaða félag hét upphaflega Knattspyrnufélag Seláss og Árbæjar? Hvaða leikmaður Manchester United vakti árið 2020 athygli fyrir herferð sem hann hóf og gekk út á að tryggja börnum ókeypis skólamáltíðir í Covid-fárinu? Hvers son er Böddi löpp? Argentína varð Suður-Ameríkumeistari landsliða árið 2021 eftir 1-0 sigur á Brasilíu í úrslitaleiknum. Hver skoraði sigurmarkið?

Þetta og margt fleira er að finna í þessari bráðskemmtilegu bók sem ungir og aldnir og allir þar á milli ættu að geta haft gaman af.

Koma svo!

Leiðbeinandi verð: 1.790-.

Útgáfuár: 2021

Ekki var það illa meint – Ljóð og lausavísur eftir Hjálmar Freysteinsson

Ekki var það illa meintMývetningurinn Hjálmar Freysteinsson (1943-2020), lengi heimilislæknir á Akureyri, var fyrst og fremst skáld hlátursins og gleðinnar. Hann hafði frá fyrstu tíð lag á að sjá hliðar á málum sem aðrir sáu ekki og draga fram sjónarhorn sem kom hressilega á óvart.

Í þessari bók eru 700 lausavísur eftir Hjálmar og um 40 kvæði. Auk þess nótur að tveimur lögum sem hafa verið samin við ljóð eftir hann.

Leiðbeinandi verð: 7.480-.

Útgáfuár: 2021

Spurningabókin 2021 – Hvað hafa kanínur margar framtennur?

Spurningabókin 2021Hvaða ávöxtur er einkennismerki tölvurisans Macintosh? Í hvaða sjónvarpsþætti, haustið 2020, fengu áhorfendur að kynnast Bjössa sax? Hverrar þjóðar er knattspyrnumaðurinn Robert Lewandowski? Hvað fær fólk úr kókómjólk ef marka má auglýsinguna?

Þessar spurningar og fjölmargar aðrar eru í þessari stórskemmtilegu bók sem ætti að vera til á hverju heimili, í hverjum skóla og þess vegna bara alls staðar.

Leiðbeinandi verð: 1.690-.

Útgáfuár: 2021

Brandarar, gátur og þrautir

Brandarar, gátur og þrautirBrandarar, gátur og þrautir er bók fyrir fólk á öllum aldri og hentar bæði einstaklingum og hópum hvar og hvenær sem er. Brandararnir eru sprenghlægilegir, gáturnar leyna á sér og þrautirnar eru bæði þrælþungar og laufléttar. Tvímælalaust „ferðalagabókin“ 2021!

Leiðbeinandi verð: 1.690-.

Útgáfuár: 2021

Ljósmæðrafélag Íslands í 100 ár

Ljosmaedur

Ljósmæðrafélag Íslands var stofnað árið 1919. Í þessari bók er saga félagsins rakin í máli og myndum allt frá þeim tíma til okkar daga. Þá er hér einnig að finna ljósmæðratal fyrir útskrifaðar ljósmæður á árunum 1984-2019, auk nokkurra sem útskrifuðust fyrr, en áður var komið út stéttartal ljósmæðra og náði það fram til útskriftar 1983.

Leiðbeinandi verð: 14.980-.

Útgáfuár: 2021

Íslensku fuglarnir og þjóðtrúin

Íslensku fuglarnirÍ þessari bók, sem er afrakstur 25 ára heimildasöfnunar, eru teknir til skoðunar allir íslenskir, reglubundnir varpfuglar, í hérlendri og erlendri þjóðtrú. Auk þess eru birt ljóð og annað forvitnilegt efni sem þeim tengist, að ógleymdum ríflega 1000 alþýðuheitum. Jafnframt er hérað finna vel á þriðja hundrað mynda, sem og útbreiðslukort hverrar tegundar fyrir sig.

• Íslensk þjóðtrú hefur ýmislegt af keldusvíninu að segja. Vegna undarlegra hátta sinna var það talið mikil furðuskepna, jafnvel yfirnáttúruleg, hálfur ormur og í beinu sambandi við þann í neðra. Þess vegna sóttust galdramenn líka mjög eftir að komast í tæri við það og nota við kukl sitt.

• Á Horni í Sléttuhreppi boðaði það rigningu, ef lómurinn stóð á öðrum fæti og skrækti.

• Þegar haftyrðillinn var að finnast rekinn á land í stórum hópum áður fyrr, ímynduðu menn
sér að þetta væri undrafyglið halkíon, en samkvæmt grískum sögnum átti það að vera með
hreiður sitt úti á rúmsjó.

• Jónas Jónasson frá Hrafnagili nefnir forn ráð við gulu. Eitt var það að hræra arnarheila út í
þremur mörkum af víni og drekka svo. Annað, að drekka vatn af arnarkló og „pissa strax í
eld“.

• Í Heklu átti að vera bústaður hrafna með glóandi klær og nef úr járni.

• Vegna smæðar, litar og atferlis, eða með öðrum orðum vegna þess hversu jarðbundinn hann
er og gjarn á að skjótast í felur í holum og gjótum eða þéttu kjarri, í stað þess að bjarga sér á
flugi, var músarrindillinn löngum talinn skyldari mús en fugli.

Leiðbeinandi verð: 12.980-.

Útgáfuár: 2020
Eldra Nýrra

Bókaútgáfan Hólar

Hagasel 14, 109 Reykjavík
Sími: 587 2619
Fax: 587 1180
Netfang: holar (hja) holabok.is