Nýjasta útgáfa Hóla



Norðfjarðarbók

nordfjardarbok

Hér má finna gríðarlega mikinn fróðleik, sem samanstendur af þjóðsögum, sögnum og örnefnaskrám, úr austustu byggð landsins, Norðfjarðarhreppi hinum forna.  Sögusviðið eru allir hlutar þessa forna sveitarfélags: Norðfjörður, Hellisfjörður, Viðfjörður, Suðurbæir og Sandvík.

Leiðbeinandi verð: 5.980-.

Uppseld.

 

Útgáfuár: 2008

Viðurnefni í Vestmannaeyjum

vidurnefniHér má finna hátt í sjö hundruð viðurnefni úr Vestmannaeyjum og eru saga þeirra og tilurð tilgreind í flestum tilvikum.  Sum viðurnafnanna eru aldagömul en önnur ný á nálinni.  Hver var ástæða þess að menn fengu viðurnefni á borð við Guðjón flækingur, Ingimundur 111, Einar dínó, Arnar sprell, Sigga sprettur, Jón alýfát og Jói rúsína.

Viðurnefni í Vestmannaeyjum er eins konar innlegg í menningarsögu Vestmannaeyja, enda greinir hún frá ákveðnum og sérstökum þætti í mannlífi Eyjaskeggja á skemmtilegan hátt.

Leiðbeinandi verð: 2.480-.

Uppseld.

 

Útgáfuár: 2008

Stalíngrad – kiljuútgáfa

stalingradOrrustan um Stalíngrad var ekki einungis sálfræðilegur vendipunktur síðari heimsstyrjaldarinnar; hún breytti einnig nútímahernaði.

Í bókinni er lýst reynslu hermanna beggja stríðsaðila sem börust við ómannúðlegar aðstæður, svo og óbreyttra borgara sem sátu fastir mitt í átökunum.  Höfundurinn, breski sagnfræðingurinn Antony Beevor, lýsir af mikilli nærfærni og skilningi grimmdinni, hugprýðinn og þjáningunum sem þetta fólk mátti þola og byggir hann lýsingar sínar að verulegu leyti á áður óbirtum gögnum í söfnum í Þýskalandi og Rússlandi.

Fullt verð: 1.980-.

Uppseld.

 

 

Útgáfuár: 2008

Heitar lummur

heitar_lummHjálmar Freysteinsson, læknir á Akureyri, er vafalítið einn af bestu limrusmiðum á Íslandi og fer hér á kostum – vægast sagt.

Leiðbeinandi verð: 1.790-.

Uppseld.

 

Útgáfuár: 2008

Mat á skólastarfi

mat_aAllir íslenskir skólar eru lögskyldir til að meta eigið starf.  Væntanlega getur þessi bók gagnast sjálfsmatsteymum sem eru að störfum innan skólanna, svo og þeim sem hafa áhuga á matsstörfum yfirleitt.

Uppseld.

Útgáfuár: 2008

Sakamálaþrautir

sakamalaGlæpsamleg heilabrot! Og þú átt að leysa sakamálin.

Uppseld.

Útgáfuár: 2007

Mannamál

mannamalAfmælisrit tileinkað Páli Pálssyni frá Aðalbóli, sextugum, þann 11. maí 2007.

Leiðbeinandi verð: 3.500-.

Uppseld.

 

Útgáfuár: 2007

Vasast í öllu

vasastSveinn Jónsson í Kálfsskinni er engum líkur og hefur ratað í mörg ævintýri á lífsleiðinni sem hann deilir með okkur í þessari bráðskemmtilegu bók.

Leiðbeinandi verð: 5.480-.

Uppseld.

 

Útgáfuár: 2007

Þú ert frábær

thu_ert_frabaerOkkur hættir stundum til að lyfta sumu fólki á stall.  Okkur getur fundist einn merkilegri en annar ef hann er gáfaðri, fallegri eða fínni svo eitthvað sé nefnt.  Í augum skaparans erum við samt öll jafn mikilvæg og þann boðskap þurfa öll börn að heyra.

Uppseld.

Útgáfuár: 2007

Síldarvinnslan hf

sildarvinnslanHér er brugðið upp svipmyndum úr hálfrar aldar sögu þessa norðfirska fyrirtækis.  Það var stofnað árið 1957 og reisti í upphafi síldarverksmiðju og hóf að reka hana, en áður en áratugur var liðinn var fyrirtækið orðið hið stærsta á Austurlandi og hafði með höndum útgerð og fjölþætta fiskvinnslustarfsemi.

Uppseld.

Útgáfuár: 2007
Eldra Nýrra

Bókaútgáfan Hólar

Hagasel 14, 109 Reykjavík
Sími: 587 2619
Fax: 587 1180
Netfang: holar (hja) holabok.is