
Nýjasta útgáfa Hóla
Íslenskar gamansögur 2
Eins og nafn þessarar bókar ber með sér þá eru hér á ferðinni gamansögur og það bráðskemmtilegar. Margir koma þar við sögu; orðsnilldin er vopn sumra, aðrir mismæla sig og einhverjir lenda í neyðarlegum aðstæðum.
Leiðbeinandi verð: 1.980-.
Uppseld.
Útgáfuár: 2008Þriðja Davíðsbók
Í þessari þriðju ljóðabók sinni dregur Davíð Hjálmar Haraldsson upp annars konar myndir en í fyrri bókum sínum. Form sonnettunnar lætur honum afar vel, ljóðin yrkir hann af alvöru og þar er merkingin á dýpt og hæð.
Leiðbeinandi verð: 1.790-.
Höfundur: Davíð Hjálmar Haraldsson
Fullt verð: 1780 kr. með vsk.
Uppseld.
Útgáfuár: 2008
Spenna, 1. árg, 2. tbl
Magnað tímarit með spennusögum.
Leiðbeinandi verð: 890-.
Uppseld.
Útgáfuár: 2008
Spurningabókin 2008
Undir hvaða heiti er hljóðfærið slagharpa betur þekkt? Hvað heitir gjaldmiðillinn í Japan? Hversu marga maga hafa krossfiskar? Hvar halda menn upp Fiskidaginn mikla?
Spurningabókin 2008 er bráðskemmtileg og hentar jafnt í einrúmi sem fjölmenni.
Uppseld.
Útgáfuár: 2008Bestu barnabrandararnir – toppurinn á tilverunni
Bestu barnabrandararnir eru alltaf fyndnir og koma öllum í gott skap.
Uppseld.
Útgáfuár: 2008
Gullastokkur gamlingjans
Lauslegar myndir barns af öllum þeim fjölda vinnumanna- og kvenna sem dvöldu í Mjóafirði í lengri eða skemmri tíma á fyrri hluta síðustu aldar – og eru margar þeirra æði broslegar.
Þetta er enn ein bókin úr smiðju Vilhjálms Hjálmarssonar frá Brekku og vafalítið hafa margir gaman af.
Leiðbeinandi verð: 4.380-.
Uppseld.
Útgáfuár: 2008
Meðan hjartað slær
Lífsreynslusaga Vilhjálms Þórs Vilhjálmssonar hárskera fær menn til að staldra við og meta lífsgildin upp á nýtt. Stór hluti þjóðarinnar fylgdist með hetjulegri baráttu dóttur hans, Ástu Lovísu, við ólæknandi krabbamein veturinn og vorið 2006/2007. Þetta eru þó ekki eina áföllið í lífi hans, en þrátt fyrir að hafa orðið fyrir fleiri áföllum á lífsleiðinni en almennt gerist þá býr hann engu að síður yfir fádæma lífsgle.
Leiðbeinandi verð: 4.380-.
Uppseld.
Útgáfuár: 2008
Heilsuátak
Ein af þessum einstöku heilsu- og lífsstílsbókum sem hafa hjálpað mörgu fólki að ná tökum á mataræðinu. Þeir sem fylgja ráðunum í þessari bók hafa gert sitt til þess að öðlast vellíðan allt til æviloka – út frá matar- og næringarþættinum.
Uppseld.
Útgáfuár: 2008Bauka-Jón
Jón Vigfússon (1643-1690) er einna minnst þekktur allra Hólabiskupa og sá sem einna lökust eftirmæli hefur hlotið. Saga hans er engu að síður athyglisverð og um margt ævintýraleg. Hann var af höfðingjættum; var ungur sendur til náms í Hafnarháskóla og varð sýslumaður í Borgarfirði skömmu eftir tvítugt. Hann var dæmdur frá sýslunni vegna ásakana um ólöglega tóbakshöndlun (þar af kemur viðurnefnið Bauka-Jón) en hélt þá til Kaupmannahafnar og tókst að koma þar ár sinni svo vel fyrir borð að Danakonungur útnefndi hann varabiskup á Hólum í Hjaltadal og skiaði Brynjólfi Sveinssyni að vígja hann. Það var fyrsta biskupsvígsla á Íslandi og er Jón eini íslenski biskupinn, sem aldrei þáði prestsvíglsu. Hann tók síðan við biskupsembætti eftir lát Gísla Þorlákssonar árið 1684 og gegndi því til dauðadags, 1690.
Leiðbeinandi verð: 2.480-.
Uppseld.
Útgáfuár: 2008