Nýjasta útgáfa Hóla



Reimleikar

reimleikar-kapa.inddÍslenskar draugasögur – dagsannar og óhugnanlegar:

Skelfing hjá Skeljungi (ekki vegna bensínverðshækkunar!), Júlla káta liggur ekki kyrr, lögreglumenn frá Seyðisfirði komast í hann krappan, hús í Keflavík er andsetið, sjómaður í Eyjum leggur á flótta og margt fleira magnað í þessari bók.

Reimleikar – ekki fyrir viðkvæmar sálir.

Leiðbeinandi verð: 3.680-.

Uppseld.

Útgáfuár: 2009

Sjónhverfingar

sjonhv_frontMyndaþrautirnar í Sjónhverfingum sýna okkur svo ekki verður um villst, að það er margt sem augað ekki sér.

Leiðbeinandi verð: 1.140-.

Uppseld.

Útgáfuár: 2009

Spurningabókin 2009

spurn_frontSpurningabókin 2009 inniheldur fjölmargar spurningar og viðfangsefnin eru fjölbreytileg; lönd, dýr, tónlist og fótbolti svo eitthvað sé nefnt. Að sjálfsögðu er hægt að glíma við spurningarnar í einrúmi jafnt sem hóp og því er má grípa til þessarar bókar hvar og hvenær sem er – nema þá kannski ekki í jarðarförum.

Uppseld.

Útgáfuár: 2009

Bestu barnabrandararnir – ferlega fyndnir

Barnabrandarar2009 Bestu barnabrandararnir-ferlega fyndnir er 14 bókin í þessum vinsæla brandarabókaflokki.  Og hún svíkur engan frekar en fyrri bækurnar.  Bókin er sneisafull af bráðskemmtilegum bröndurum sem henta fyrir hvern sem er, algjörlega óháð aldri.

Leiðbeinandi verð: 1.140-.

Uppseld.

Útgáfuár: 2009

Kafbátasagan

kafbatasaga-forsKAFBÁTASAGAN, eftir Örnólf Thorlacius, rekur sögu þeirrar tækni sem menn hafa notað til lengri og dýpri köfunar.  Eins og öllum er kunnugt þá hafa kafbátar einkum verið hannaðir til að eyða mönnum og mannvirkjum í stríði.  Saga tveggja heimsstyrjalda á tuttugustu öld ber því vitni hve afkastamiklir kafbátarnir hafa verið á þessu sviði.

Saga kafbátanna er samt ekki samfelld stríðssaga.  Þegar kom fram á síðustu öld var farið að smíða og gera út sérhannaða kafbáta og önnur köfunartól til rannsókna á hafdjúpunum, sem að margra mati eru þó lakar þekkt en yfirborð tunglsins.

Þetta og margt fleira í þessari einsöku bók.

Leiðbeinandi verð: 5.480-.

Uppseld.

Útgáfuár: 2009

Haukur á Röðli

haukur_front

Í bókinni segir Haukur Pálsson á Röðli í Austur-Húnavatnssýslu frá ævintýralegu lífshlaupi sínu.  Hér er að finna ótrúlegar bernskulýsingar sérstæðs Húnvetnings sem hefur fengið að smakka á ýmsu í lífinu.  Hann missti ungur foreldra sína og fékk að kynnast lífsbaráttunni í stórum hópi systkina á kreppuárunum.  Sagt er frá stríðsárunum, lífreið undan fallbyssukúlum bandamanna, dvöl í Hólaskóla þar sem margt var brallað, hvernig hann falsaði sitt eigið kennsluvottorð til bílprófs (hann varð síðar ökukennari til margra ára!) og ók inn í skólann á amerískum Farmalltraktor. Ennfremur segir Haukur frá starfi sínu sem bóndi, vélamaður, gorkarl og skemmtikraftur og lýsir samferðarmönnum sínum og nágrönnum á óborganlegan hátt.

Birgitta H. Halldórsdóttir skráir lífshlaup Hauks á Röðli.

Leiðbeinandi verð: 4.980-.

Uppseld.

Útgáfuár: 2009

Gunnlaugs saga ormstungu

gunnlaugssagaBókin er fyrst og fremst ætluð grunnskólanemendum og hefur það fram yfir fyrri skólaútgáfur að orðskýringar hafa verið auknar, auk þess sem myndir og teikningar prýða hana.

Ragnar Ingi Aðalsteinsson frá Vaðbrekku, margreyndur kennari á öllum skólastigum og hagyrðingur, annaðist útgáfuna.

Leiðbeinandi verð: 1.980-.

Uppseld.

 

Útgáfuár: 2009

Rúmhendur

rumhendur

Ljóð Hálfdanar Ármanns Björnssonar eru þjóðleg og auðskilin en leyna þó stundum á sér og oft er stutt í glettnina. Hér er meðal annars brugðið upp svipmyndum frá störfum liðinna ára sem hvergi sjást nú unnin.

Hálfdan Ármann lést skömmu eftir útkomu bókarinnar.

Leiðbeinandi verð: 1.790-.

Uppseld.

 

Útgáfuár: 2009

Fleiri sögur og sagnir úr Vestmannaeyjum

fleiri_sogur_og_sagnir

Sagnamaðurinn Sigurgeir Jónsson fer hér á kostum eins og í fyrri bókum sínum (Nýjar sögur og sagnir í Vestmannaeyjum og Viðurnefni í Vestmannaeyjum) og flytur okkur bráðskemmtilegar sögur af Eyjamönnum.

Jónas á Tanganum verður reiður, sú saga gengur um Imbu í Þorlaugargerði að hún þvælist með gömlum körlum í Reykjavík, Óskar Matt og Bjössi Snæ fara á skak með ófyrirsjáanlegum afleiðingum , Ásta Arnmundsdóttir vill fá jólasvein sem stendur, Ási í Bæ fær falskar tennur og Bjarnhéðinn Elíasson veifar sálmabók.

Leiðbeinandi verð: 2.280-.

Uppseld.

Útgáfuár: 2009

Sandvíkur-Skrudda

sandvikur

Í Sandvíkur-Skruddu Páls heitins Lýðssonar, bónda og sagnfræðings í Litlu- Sandvík, kennir margra grasa.  Þar má finna fjölmargar gamansögur úr Árnesþingi og meðal annars er fjallað um sýslumennina, bændurna, prestana, alþingismennina, handverksmennina, þekktasta hópferðabílstjóra Íslandssögunnar og ekki sleppur buxnasalinn.

Sandvíkur-Skrudda er sannkallaður hvalreki fyrir unnendur góðra gamansagna.

Leiðbeinandi verð: 4.280-.

Uppseld.

 

Útgáfuár: 2009
Eldra Nýrra

Bókaútgáfan Hólar

Hagasel 14, 109 Reykjavík
Sími: 587 2619
Fax: 587 1180
Netfang: holar (hja) holabok.is