Nýjasta útgáfa Hóla



Fótboltaspilið

fotboltaspilid-lokFÓTBOLTASPILIÐ, eftir Guðjón Inga Eiríksson, er komið út.  Það inniheldur 1800 fótboltaspurningar og býður upp á skemmtilega keppni tveggja eða fleiri.  Þarna er m.a. að finna spurningar um enska boltann, íslenska boltann, Meistaradeildina og auðvitað margt fleira. Fótboltaspilið er allt í senn fræðandi, skemmtilegt og spennandi og vafalítið munu knattspyrnuunnendur eiga góðar stundir yfir því á næstu vikum og mánuðum.

Fótboltaspilið fæst vitaskuld hjá Bókaútgáfunni Hólum (pöntunarsími 557-5270, netfang: holar@holabok.is), en einnig í flest öllum búðum og stórmörkuðum sem selja bækur.

Leiðbeinandi verð: 7.980-.

Útgáfuár: 2011

Fjör og manndómur

fjor og manndómur-kápaÍ þessari tuttugustu og fyrstu bók sinni snertir sagnameistarinn Vilhjálmur Hjálmarsson á Brekku fjölmarga strengi í samfélagi liðinnar tíðar.  Fjallað er um nítján leiðir sem liggja um háfjallaskörð milli Mjóafjarðar og nágrannabyggðarlaganna og hrakninga þar – sem ekki enduðu allir vel.  Þá beinist athygli sögumanns mjög að hlutverki kvenna og líkur bókinni á æviþætti konu sem ekki mátti sín mikils, en lifði langa ævi og dó á tíræðisaldri – án þess að hafa í eitt einasta skipti leitað til læknis, utan augnlæknis einu sinni.

Leiðbeinandi verð: 5.480-.

Útgáfuár: 2011

Elfríð – frá hörmungum Þýskalands til hamingjustrandar

Elfrid-kapa

Það eru engar ýkjur að segja að margt hafi drifið á daga Elfríðar Pálsdóttur á langri ævi hennar.  Hún fæddist í Þýskalandi og upplifði hörmungar stríðsáranna þar sem dauðinn beið við hvert fótmál.  Nánustu ættingjar hennar og vinir urðu fórnarlömb átakanna og hún gekk í gegnum hræðilega lífsreynslu þegar hún missti báða foreldra sína og bræður.

En þrátt fyrir margs kyns mótlæti í lífinu stendur Elfríð óbuguð og segir nú einstæða sögu sína.  Lífsgleðin og bjartsýnin, sem hún fékk í vöggugjöf, hafa án efa hjálpað henni að komast í gegnum áföllin sem hún hefur orðið fyrir.  Hún kom til Íslands árið 1949 og fór sem vinnukona á Siglunes við Siglufjörð.  Þar kynntist hún sveitapilti, Erlendi Magnússyni.  Þau felldu hugi saman og hafa verið gift í 60 ár.

Það var ekki auðvelt fyrir unga stúlku, sem kom úr erlendri stórborg, að sætta sig við þær aðstæður sem voru víða til sveita um miðja síðustu öld.  En Elfríð vildi gleyma sorgum og raunum sem hún upplifði í heimalandi sínu og hamingjuna fann hún við ströndina og öðlaðist sálarheill.  Þau hjónin, Elfríð og Erlendur, bjuggu fyrst á Siglunesi en síðan í rúman aldarfjórðung á Dalatanga þar sem þau gegndu störfum vitavarða.

Það var Elfríði mikil raun að rifja upp æskuár sín í Þýskalandi.  Lesendur þessarar bókar munu vafalítið skilja af hverju svo var.

Leiðbeinandi verð: 5.980-.

Útgáfuár: 2011

Skagfirskar skemmtisögur

skagfirskar_skemmtisogur_kapa

Skagfirskar skemmtisögur hafa að geyma um 200 gáskafullar gamansögur úr daglegu amstri Skagfirðinga og samferðarmanna þeirra til sjós og lands.  Við sögu koma m.a. séra Hjálmar Jónsson, Álftagerðisbræður, Haraldur frá Kambi, Dúddi frá Skörðugili, Friggi á Svaðastöðum, Haraldur Bessason, Hvati á Stöðinni, Gísli Einarsson og Bjarni Har.  Eru þá sárafáir nefndir af þeim sem kallaðir eru til leiks í þessari bráðskemmtilegu bók.

Leiðbeinandi verð: 2.980-.

 

Útgáfuár: 2011

Sjónhverfingar-læturðu blekkjast

sjónhverfingar 2011

Í þessari bók er ekki allt sem sýnist, enda er hún stútfull af blekkingum og heilabrotum sem gaman er að glíma við.

Leiðbeinandi verð: 1.190-.

Uppseld.

Útgáfuár: 2011

Spurningabókin 2011

spurningabókin 2011

Hvernig er líkaminn á Hulk á litinn? Hver fór með hlutverk Buddy Holly í samnefndum söngleik hér á landi? Hvaða dýrategund í Afríku veldur fleiri dauðsföllum en nokkurt annað dýr í þeirri álfu? Ef Britannia Stadium er völlurinn, hvert er þá heimaliðið? Hvað hét móðir Vilhjálms Bretaprins? Hvert er gælunafn leikarans Guðjóns Davíðs Karlssonar?

Þetta og margt fleira í þessari bráðskemmtilegu bók sem ætti að vera til að hverju einasta heimili.

Leiðbeinandi verð: 1.190-.

Uppseld.

Útgáfuár: 2011

Bestu barnabrandararnir-sprenghlægilegir og ferskir

Bestu barnabrandarnarnir 2011

Þetta er sextánda bókin í þessum bráðskemmtilega og vinsæla bókaflokki sem hefur svo sannarlega skemmt jafnt ungum sem öldnum í gegnum tiðina.  Og þessi bók gefur hinum fyrri ekkert eftir, enda er hún stútfull af bröndurum sem vafalítið kalla fram hlátrasköll hjá fjölmörgum á næstu mánuðum.

Leiðbeinandi verð: 1.190-.

Uppseld.

Útgáfuár: 2011

Hrafna-Flóki

Hrafna-Flóki

Haraldur hárfagri fer í Víking við strendur Noregs, en Hrafna-Flóki vill ekki gefa sig á vald galdrakonungsins og drauga hans.  Hann leitar sér því að nýju landi til að geta ráðið sér sjálfur og tekur með sér dætur sínar þrjár, menn og húsdýr.  Eyjan þar sem þau taka land er falleg, en þar leynist margt óvænt.  Í fjöllunum eru ís, eldur og … andar.

Þetta er sagan um manninn sem gaf Íslandi nafn – bráðskemmtileg lesning fyrir jafnt unga sem aldna.

Leiðbeinandi verð: 2.980-.

Uppseld.

Útgáfuár: 2011

Engeyjarætt

Engeyjarætt

Niðjatal um eina nafntoguðustu ætt á Íslandi, Engeyjarættina, er komið út og vafalítið kætast bæði ættingjar sem og áhugamenn um ættfræði yfir því enda um stórglæsilegt verk að ræða, prýtt fjölda mynda.  Engeyjarættin er rakin til hjónanna Ólafar Snorradóttur (1783-1844) og Péturs Guðmundssonar (1786-1852) bænda í Engey og eru niðjar þeirra á sjötta þúsundið.  Þá er að finna í þessu mikla ritverki – um 500 bls. – sem Sigurður Kristinn Hermundarson hefur ritstýrt.

Leiðbeinandi verð: 22.900-.

Uppseld.

Útgáfuár: 2011

Svarfaðardalsfjöll

Svarfadardalsfjoll_frontSvarfaðardalur er að sumum talinn fegursti dalur í byggð á Íslandi.  Að einhverju leyti skapast það af því að dalurinn og afdalur hans eru umkringdir sérlega fallegum en jafnframt hrikalegum fjöllum.  Þessi fjallgarður er lítt kannaður en árið 1995 ákváðu fjórir göngufélagar að ganga þennan fjallahring allan.  Hreppamörkin umhverfis Svarfaðardal eru um 120 km löng og telja 75 tinda með jafnmörgum skörðum.  Það tók félagana fimmtán göngudaga á átta árum að ljúka verkefninu.  Í bókinni er ferðum þeirra félaganna eftir vatnaskilum og fjallseggjum lýst í máli en einnig með 138 myndum og 18 kortum.  Nöfn flestra tinda eru færð inn á myndirnar og skörð eru nafnkennd á kortunum.

Höfundur bókarinnar er göngugarpurinn og náttúrufræðingurinn Bjarni E. Guðleifsson á Möðruvöllum í Hörgárdal.  Hann hefur stundað fjallgöngur um árabil og skrifað um það bók, Á fjallatindum, sem var hið vandaðasta verk í alla staði.  Þessi bók er ekki síðri, hún er afar smekkleg í alla staði og kjörgripur þeirra sem áhuga hafa á fjallgöngum og náttúru Íslands.

Leiðbeinandi verð: 4.980-.

Uppseld.

Útgáfuár: 2011
Eldra Nýrra

Bókaútgáfan Hólar

Hagasel 14, 109 Reykjavík
Sími: 587 2619
Fax: 587 1180
Netfang: holar (hja) holabok.is