Örnólfur látinn

Örnólfur Thorlacius, fyrrum rektor MH og fræðimaður í þess orðs víðasta skilningi, lést í gær á áttugasta og sjötta aldursári. Leiðir hans og Bókaútgáfunnar Hóla lágu fyrst saman fyrir liðlega áratug þegar útgáfan gaf út afmælisrit hans, Örnólfsbók. Síðar skrifaði hann tvær merkar bækur sem Hólar gáfu einnig út, Kafbátasagan og Flugsaga.  Báðar eru þær afar vel unnar, eins og höfundarins var von og vísa; afskaplega fræðandi en líka skemmtilegar, enda átti hann auðvelt með að koma orðum að því sem hann tók sér fyrir hendur, svo allt varð ljóslifandi fyrir þeim sem las.

Örnólfur var mikill húmoristi og óspar á að deila gamansögum með öðrum. Í einni gamansagnabók Hóla eru einmitt skopsögur ættaðar frá honum, en margar fleiri urðu sögurnar sem hann sagði mér og hver annarri betri.

Að leiðarlokum vil ég þakka Örnólfi fyrir gott og ánægjulegt samstarf.

Guðjón Ingi Eiríksson

Mánudagur 6. febrúar 2017
Efnisflokkun: Fréttir og tilkynningar

Panta

Bókaútgáfan Hólar

Hagasel 14, 109 Reykjavík
Sími: 587 2619
Fax: 587 1180
Netfang: holar (hja) holabok.is