Ný bók!

Bókaútgáfan Hólar er þessa stundina að fá í hús glænýja bók eftir Arnþór Gunnarsson, sagnfræðing frá Hornafirði.  Bókin heitir Á afskekktum stað og inniheldur frásagnir sex Austur-Skaftfellinga sem segja má að ferðist með okkur í tíma og rúmi.  Sjá nánar um bókina hér til hægri.

Rétt er að geta þess að útgáfuveisla vegna úrkomu bókarinnar verður haldin í Pakkhúsinu á Hornafirði á skírdag og eru allir velkomnir þangað.  Veislan hefst klukkan 14 og þar verður bókin seld á tilboðsverði, kr. 2.500-.

Mánudagur 18. apríl 2011
Efnisflokkun: Fréttir og tilkynningar

Panta

Bókaútgáfan Hólar

Hagasel 14, 109 Reykjavík
Sími: 587 2619
Fax: 587 1180
Netfang: holar (hja) holabok.is