Ljóðasafn Hjálmars Freysteinssonar

Í maí næstkomandi verður gefið út úrval ljóða og lausavísna eftir Hjálmar Freysteinsson. Hann fæddist 18. maí  1943 og lést 6. febrúar 2020 og starfaði sem heimilislæknir, lengst af á Akureyri. Hjálmar var landsþekktur fyrir snjallar vísur. Hann var allra manna fundvísastur á þær hliðar á málum sem vöktu kátínu, gat alltaf séð það spaugilega, aldrei rætinn eða klúr, bara skemmtilegur.

Það er Bókaútgáfan Hólar sem gefa mun bókina út, en Ragnar Ingi Aðalsteinsson og Höskuldur Þráinsson munu búa hana til prentunar. Í bókinni, sem áætlað er að verði um 200 blaðsíður, verður Tabula Memorialis og þar verða nöfn þeirra sem vilja votta lækninum og hagyrðingnum, Hjálmari Freysteinssyni, virðingu sína, skráð (nema viðkomandi kjósi ekki nafnbirtingu), en forkaupsverð hennar verður kr. 6.980- (innifalið er bæði sendingargjald og virðisaukaskattur). Áhugasamir kaupendur eru beðnir að senda nafn sitt, heimilisfang og kennitölu á netfangið holar@holabok.is (eða hringja í síma 692-8508 eftir klukkan 16 á daginn) og verða þá greiðslupplýsingar sendar til baka.

Það verður enginn svikinn af þessari bók, svo mikið er víst.

Fimmtudagur 4. febrúar 2021
Efnisflokkun: Fréttir og tilkynningar

Panta

Bókaútgáfan Hólar

Hagasel 14, 109 Reykjavík
Sími: 587 2619
Fax: 587 1180
Netfang: holar (hja) holabok.is