Jón Bö látinn
Á páskadag lést sagnameistarinn og skólamaðurinn Jón Böðvarsson, en hann átti þá aðeins örfáar vikur eftir í áttrætt. Hann skilur eftir sig stór spor vegna starfa sinna að mennta- og menningarmálum; ekki hvað síst fyrir það að hafa glætt áhuga manna á íslensku fornsögunum.
Fyrir jólin síðustu gaf Bókaútgáfan Hólar út viðtalsbók við Jón, Sá á skjöld hvítan. Guðrún Guðlaugsdóttir, blaðamaður og rithöfundur, skrifaði bókina og er þar margt skemmtilegt og fróðlegt að finna.
Bókaútgáfafn Hólar þakkar Jóni Böðvarssyni samstarfið við gerð og útgáfu bókarinnar.
Sunnudagur 11. apríl 2010