Jólasveinarnir í Esjunni

Lalli er nýkominn úr erfiðum fótboltaleik og nennir ekki að fara með foreldrum sínum og Dísu systur sinni á Esjuna að honum loknum. Hann er dauðþreyttur en fer þó samt og sér ekki eftir því.  Þetta stórskemmtilega ævintýri gerist að stórum hluta í heimkynnum jólasveinanna – sjálfri Esjunni. Þar fáum við að kynnast þeim nánar og auðvitað Grýlu og Leppalúða sem eru kannski ekki eins og flestir halda.

Bókin byggir að stórum hluta á ævintýri, sem varð til í huga Lárusar Hauks Jónssonar – Lalla – fyrir mörgum árum. Guðjón Ingi Eiríksson færði það síðan í letur og bætti við hér og þar. Útkomann úr samstarfi þeirra félaga er þessi frábæra bók sem skartar teikningum hins snjalla listamanns, Haralds Péturssonar.

Hver af jólasveinunum skyldi annars hafa mikinn áhuga á fótbolta?

Leiðbeinandi verð: 3.980-.

Útgáfuár: 2022
Efnisflokkun: Bækur, Barnabækur, Bækur

Panta

Bókaútgáfan Hólar

Hagasel 14, 109 Reykjavík
Sími: 587 2619
Fax: 587 1180
Netfang: holar (hja) holabok.is