Hver á hárið?
Framan á nýjustu bók séra Péturs Þorsteinssonar, Pétrísk-íslensk orðabók með alfræðiívafi, eru nokkrar myndir af klerkinum og skartar hann mismunandi lánshári, ef svo má segja, á hverri þeirra. Nú geta menn unnið sér inn eintak af bókinni með því að taka þátt í getraun sem gengur út á það að þekkja hver á (eða átti) lánshárið.
Á fyrstu myndinni hefur séra Pétur fengið lánað gamalt hár (sá er ekki lengur með þessa greiðslu og því tölum við um gamalt hár!) af erlendum söngvara, á þeirri næstu af íslenskum grínista og á þeirri þriðju af erlendum þjóðhöfðingja. Hárrétt svör skal senda á netfangið getraun@holabok.is. Sjá nánar á þessum fésbókasíðum:
Laugardagur 6. október 2012