Hólabækur ungast út!

Bækurnar frá Bókaútgáfunni Hólum streyma nú hver af annarri úr prentsmiðjunni og auðvitað er þeim dreift strax í bókabúðir. Unglingabókin ÓLGA var fyrsta bók ársins, síðan kom göngugarpabókin KINNAR- OG VÍKNAFJÖLL, þá TIL TAKS – ÞYRLUSAGA LANDHELGISGÆSLU ÍSLANDS – FYRSTU 40 ÁRIN, og nú síðast FIMM AURAR – Fyndnustu brandarar í heimi! Fleiri eru svo væntanlegar áður en langt um líður, m.a. bækur um knattspyrnu, hjátrú, síld, fugla, mest notaða orðasamband í heimi (já, hvert skyldi það nú vera?) og Drottninguna í Dalnum, fyrir nú utan bráðskemmtilegt smásagnasafn og spurningabók. Þið ættuð því endilega að fylgast með væntanlegum útgáfufréttum á holabok.is.

Þriðjudagur 27. ágúst 2024
Efnisflokkun: Fréttir og tilkynningar

Panta

Bókaútgáfan Hólar

Hagasel 14, 109 Reykjavík
Sími: 587 2619
Fax: 587 1180
Netfang: holar (hja) holabok.is