Gleðilegt sumar!

Bókaútgáfan Hólar óskar öllum gleðilegs sumars og reyndar einnig gleðilegra páska, því örstutt er í þá.  Og af því að nú er gaman, þá flýtur hér einn laufléttur með:

Ibn Saud ben Alekh var virtur og mikils metinn maður í þorpinu sínu. Dag nokkurn var hann viðstaddur kameldýrauppboð á torginu þegar hann fékk afar sáran magaverk. Áður en hann vissi af hafði hann leyst vind með miklum látum. Hávaðinn var mikill og lyktin það megn að þorpsbúar færðu sig fjær og störðu í forundran á hann. Ibn Saud skammaðist sín svo mikið að hann fór beinustu leið heim, pakkaði niður eigum sínum og yfirgaf æskustöðvarnar. Hann flakkaði um heiminn og þegar aldurinn færðist yfir hann fékk hann löngun til að sjá heimabæ sinn aftur. Hár hans var orðið sítt og grátt og sama mátti segja um skeggið sem náði honum niður á bringu. Hann var viss um að enginn myndi þekkja hann eða tengja hann við þetta auðmýkjandi atvik á torginu. Þegar hann kom inn í þorpið fór hann beint á torgið og sá að þar var búið að byggja stóra og fallega mosku. Ibn Saud stoppaði ungan mann og sagði við hann:

„Friður sé með þér, sonur sæll. Gætir þú sagt mér hvenær þessi moska var fullbyggð?“

„Látum okkur nú sjá,“ sagði maðurinn hugsandi. „Já, það hefur verið sjö árum, fimm mánuðum og tuttugu og tveimur dögum eftir að Ibn Saud rak við á torginu.“

Fimmtudagur 21. apríl 2011
Efnisflokkun: Fréttir og tilkynningar

Panta

Bókaútgáfan Hólar

Hagasel 14, 109 Reykjavík
Sími: 587 2619
Fax: 587 1180
Netfang: holar (hja) holabok.is