Engeyjarætt
Síðari hluta júnímánaðar kemur út hjá Bókaútgáfunni Hólum mikið rit og voldugt, sjálf Engeyjarættin. Í ritinu er rakið niðjatal hjónanna Péturs Guðmundssonar og Ólafar Snorradóttur og má með sanni segja þetta sé í fyrsta sinn sem sannkölluð Reykjavíkurætt er gefin út. Hún tengjist mjög Vesturbæ Reykjavíkur, en einnig Seltjarnarnesi og svo er hún allfjölmenn á Austurlandi (Zoëga-fólkið í og frá Neskaupstað og Kröyer-fólkið á og frá Héraði) og á Norðurlandi vestra.
Vafalítið munu margir grúskarar fagna útkomu þessarar bókar sem er í ritstjórn Sigurðar Kristins Hermundarsonar.
Miðvikudagur 1. júní 2011