Einn léttur!
Morguninn eftir brúðkaupsnóttina fór eiginmaðurinn hljóðlega á fætur, læddist niður í eldhús og bjó til frábæran morgunverð sem hann færði konu sinni. Hún varð himinlifandi.
„Tókstu eftir því sem ég gerði fyrir þig?“ spurði maðurinn.
„Hverju smáatriði,“ malaði frúin alsæl.
„Gott, svona vil ég nefnilega fá morgunverðinn minn á hverjum morgni.“
Mánudagur 21. maí 2012