Einn í tilefni af sumarkomunni!

Fjóla var að leita sér að flottum sportbíl og fór á bílasöluna. Hún gekk á milli Rollsa og Benza og þegar hún sá guðdómlegan Lexus staðnæmdist hún og strauk yfir hann með hendinni. Um leið leysti hún óvart vind svo glumdi í. Hún leit skömmustuleg í kringum sig og vonaði að enginn hefði heyrt í henni. En þegar hún sneri sér við sá hún að sölumaður stóð fyrir aftan hana.

„Góðan dag, get ég aðstoðað?“ spurði hann kurteislega.

„Hvað kostar þessi … ehhhh … dásamlegi bíll?“ stamaði Fjóla.

„Frú mín góð!“ sagði sölumaðurinn. „Ef þú prumpar við það eitt að snerta hann hvað gerist þá þegar þú heyrir verðið!“

Þriðjudagur 26. apríl 2011
Efnisflokkun: Fréttir og tilkynningar

Panta

Bókaútgáfan Hólar

Hagasel 14, 109 Reykjavík
Sími: 587 2619
Fax: 587 1180
Netfang: holar (hja) holabok.is