Einn góður!
Unga fallega kennslukonan hafði áhyggjur af 11 ára nemanda sínum. Hún dró hann afsíðis einn daginn og sagði við hann:
„Viktor minn, ég hef tekið eftir því að þér gengur illa í skólanum þessa dagana. Viltu segja mér hvað amar að þér?“
„Ég á svo erfitt með að einbeita mér,“ svaraði Viktor. „Ég er ástfanginn.“
„Er það virkilega?“ sagði kennslukonan og reyndi að fela bros. „Hver er sú heppna?“
„Þú,“ var svarið.
„Já, en Viktor,“ kallaði kennslukonan upp yfir sig, ánægð en breytti ekki um svip. „Auðvitað langar mig að eignast eiginmann einhvern daginn en ég hafði ekki hugsað mér barn.“
„Hafðu ekki áhyggjur,“ sagði Viktor. „Mig langar heldur ekki í barn strax.“
Föstudagur 2. mars 2012