Einn góður!
Prentarinn bilaði og Kalli fór með hann í viðgerð á tölvuverkstæðið. Í ljós kom að það þurfti að hreinsa gripinn og það kostaði 5.000 krónur. Vingjarnlegur viðgerðarmaður benti Kalla á að ef hann læsi vel upplýsingabæklinginn sem fylgdi prentaranum gæti hann líklega hreinsað hann sjálfur.
„Veit yfirmaður þinn af þessu? Það er ekki oft sem maður fær svona ráðleggingar,“ sagði Kalli.
„Ja, þetta er nú eiginlega hugmynd eigandans,“ sagði afgreiðslumaðurinn feimnislega. „Við græðum nefnilega miklu meira á viðgerðum þegar fólk er sjálft búið að reyna að gera við hlutina sína.“
Miðvikudagur 20. júlí 2011