Einn góður!
Flugvél hóf sig til lofts frá Akureyrarflugvelli. Þegar vélin var komin upp í rétta flughæð heyrðist í flugstjóranum:
„Ágætu farþegar. Þetta er flugstjórinn sem talar. Velkomin um borð, ég vona að ferðin til Reykjavíkur verði þægileg. Veðrið er gott og engin ókyrrð í lofti … Ó, NEI!“
Þögn.
Eftir smástund heyrðist aftur í flugstjóranum:
„Ágætu farþegar. Ég vona að ég hafi ekki hrætt ykkur hérna áðan. En á meðan ég var að tala hellti aðstoðarflugmaðurinn heitu kaffi í kjöltuna á mér. Þið ættuð að sjá buxurnar mínar að framan.“
„Það er ekkert,“ tautaði farþegi við sessunaut sinn. „Þú ættir að sjá mínar að aftan.“
Sunnudagur 20. febrúar 2011