Vinningshafinn í sjöttu spurningalotu Hóla
Mánudagur 14. desember 2009
Óskar Sölvason hlaut vinninginn í sjöttu spurningalotu Bókaútgáfunnar Hóla og valdi hann sér bókina SÁ Á SKJÖLD HVÍTAN-VIÐSTALSBÓK VIÐ JÓN BÖÐVARSSON, sem Guðrún Guðlaugsdóttir skráði. Þetta er hressileg bók um þennan mikla sagnamann og ættu fjölmargir að geta haft af henni bæði fróðleik og skemmtun.
Og nú er síðasta lotan í JÓLASPURNINGALEIK Bókaútgáfunnar Hóla hafin og er spurningarnar að finna á heimasíðu útgáfunnar, holabok.is Vinningurinn er sem fyrr ein af bókum Hóla og það að eigin vali en auk þess gjafakort fyrir tvo í Borgarleikhúsið. Og þá er bara að skella sér í leikinn og vona það besta.
Bókaútgáfan Hólar óskar svo landsmönnum öllum gleðilegra jóla og þakkar um leið fyrir góðar móttökur á bókum útgáfunnar, bæði nú og fyrr.
Vinningshafinn í fimmtu spurningalotu Hóla
Mánudagur 7. desember 2009
Bryndís Tinna Hugadóttir hreppti vinninginn í fimmtu spurningalotu Bókaútgáfunnar Hóla og fær hún að launum þá bók sem hún valdi sér, BESTU BARNABRANDARARNIR-FERLEGA FYNDNIR. Hún verður örugglega ekki fyrir vonbrigðum með þessa bók, enda hentar hún fyrir allan aldur og nánast hvar og hvenær sem er. Því miður hefur okkur ekki tekist að senda póst á Bryndísi og því biðjum við hana um að hafaf samband í netfangið holar@holabok.is og gefa þar upp heimilisfang sitt.
Og nú er sjötta lotan í JÓLASPURNINGALEIK Bókaútgáfunnar Hóla hafin og endilega takið þátt, það kostar ekkert og bara hægt að græða á því!
Útgáfuteiti
Laugardagur 28. nóvember 2009
Miðvikudaginn 2. desember verður haldið útgáfuteiti í Eymundsson, Sólavörðustíg, vegna útkomu bókanna SÁ Á SKJÖLD HVÍTAN-VIÐTALSBÓK VIÐ JÓN BÖÐVARSSON, eftir Guðrúnu Guðlaugsdóttur, og MILLI MJALTA OG MESSU, eftir Önnu Kristine Magnúsdóttur. Teitið hefst klukkan 17 og þar verður lesið úr bókunum og þær áritaðar fyrir þá sem vilja.
Boðið verður upp á kaffi, konfekt, kristal og kók.
Vinningshafinn í fjórðu spurningalotu Hóla
Laugardagur 28. nóvember 2009
Þá hefur verið dregið ít fjórðu lotu í JÓLASPURNINGALEIK HÓLA og vinningshafinn er Sigurrós H. Sigurðardóttir. Hún valdi sér bókina ÍSLENSKAR GAMANSÖGUR 3 eftir Guðjón Inga Eiríksson, en sú bók inniheldur fjölmargar spaugsögur sem vafalítið geta komið flestum í gott skap.
Fjórða lota í JÓLASPURNINGALEIK HÓLA er svo hafin. Spurningarnar eru komnar á heimasíðu Bókaútgáfunnar Hóla, holabok.is, og endilega takið þátt – þið getið ekki tapað, bara unnið.
Vinningshafi í þriðju spurningalotu Hóla
Sunnudagur 22. nóvember 2009
Sigurvegari í þriðju spurningalotu Bókaútgáfunnar Hóla er Þóroddur Friðrik Gísli Jónsson og valdi hann sér bókina PAPA-JAZZ-lífshlaup Guðmundar Steingrímssonar. Þetta er bók um einn fremsta tónlistarmann okkar og um leið að stórum hluta saga djass- og dægurtónlistar á Íslandi. Þeir sem áhuga hafa á tónlist og tónlistarsögunni verða ekki vonsviknir með þessa bók sem Árni Matthíasson skráði.
Og nú er fjórða lotan í spurningaleik Bókaútgáfunnar Hóla hafin og eru þrjár spurningar komnar inn á heimasíðu útgáfunnar, holabok.is, undir liðnum JÓLASPURNINGALEIKURINN. Hvetjum alla til að taka þátt, enda getur enginn tapað á þessu, aðeins unnið.
Vinningshafi í annarri spurningalotu Hóla
Sunnudagur 15. nóvember 2009
Vinningshafi í annarri spurningalotu Bókaútgáfunnar Hóla er Helga Dögg Haraldsdóttir og fær hún að launum bókina Föndur-Jól, eftir Rúnu Gísladóttur. Þetta er afar falleg bók og sýnir okkur og sannar að það er auðveldlega hægt að búa til skrautlegt og skemmtilegt jólaskraut án þess að kosta miklu og jafnvel nokkru til. Hvet því alla sem eru í jólaskreytingahugleiðingum að kynna sér þessa frábæru bók.
Og svo er rétt að taka það fram, að þriðja spurningalotan er hafin og eru komnar þrjár nýjar spurningar inn á heimasíðu Bókaútgáfunnar Hóla, holabok.is og er þær að finna undir orðinu JÓLASPURNINGALEIKURINN.
Djass og áritun
Sunnudagur 8. nóvember 2009
Næstkomandi laugardag munu Guðmundur Steingrímsson og Árni Matthíasson kynna bókina PAPA JAZZ-LÍFSHLAUP GUÐMUNDAR STEINGRÍMSSONAR í Eymundsson, Austurstræti, frá kl. 15-16. Ennfremur verður boðið þar upp á léttan og ljúfan djass og bókin árituð fyrir þá sem vilja.
PAPA JAZZ er ómissandi innlegg í tónlistarsögu Íslendinga, en þess utan geymir hún m.a. margar sögur af sviðinu og utan sviðs, hernámsárunum í Hafnarfirði og ýmsu því sem á daga hins síunga Guðmundar Steingrímssonar (sem stendur á áttræðu, takk fyrir, og lætur ekki á sjá!) hefur drifið.
Djassgeggjarar! Þið látið ykkur ekki vanta í Eymundsson, Austurstræi, næsta laugardag.
Vinningshafi í fyrsta spurningaleik Hóla
Sunnudagur 8. nóvember 2009
Fjölmargir tóku þátt í fyrsta spurningaleik Bókaútgáfunnar Hóla og var Jóhanna Ása Evensen sigurvegari í fyrstu lotu. Hún fær í vinning bókina REIMLEIKAR-ÍSLENSKAR DRAUGASÖGUR og er það vonandi að hún hafi sterkar taugar, enda eru þarna margar magnaðar sögur, svo vægt sé til orða tekið.
Næsta spurningalota er svo hafin. Þrjár nýjar spurningar eru komnar á heimasíðu Hóla og því ekki að spreyta sig.
Útgáfuteiti vegna Milli mjalta og messu
Mánudagur 2. nóvember 2009
Fimmtudaginn 29. nóvember sl. hittust þau sem komu að bókinni Milli mjalta og messu, ásaættingjum sínum, og gerðu sér glaðan dag í hinu glæsilega Safnaðarheimili Fríkirkjunnar í tilefni af útkomu bókarinnar. Því miður komust ekki nema tvö af þeim sem þar segja sögu sína, Erla Jóhannsdóttir og Skúli Lórenzson, en tveir voru erlendis, Unnur Berglind (sem býr í Suður-Afríku) og séra Hjörtur Magni Jóhannsson. Þá var Ragnar Axelsson vant við látinn.
Þarna var mikið fjör og hér á meðfylgjandi mynd má sjá Erlu ásamt Boga manni sínum, nokkrum börnum og barnabörnum og svo auðvitað skrásetjara bókarinnar, Önnu Kristine Magnúsdóttur, sem að sjálfsögðu fór á kostum í töluðum orðum eins og hennar er von og vísa. Ef hún finnur ekki réttu orðin, hvar og hvenær sem er, hver gerir það þá.
Góðar viðtökur
Sunnudagur 25. október 2009
Það er skemmtilegt að segja frá því að allar útgáfubækur Bókaútgáfunnar Hóla á þessu ári hafa fengið mjög góðar viðtökur. Þrjár bækur eiga að vísu eftir að koma út: Milli mjalta og messu, Íslenskar gamansögur 3 og Sá á skjöld hvítan-viðtalsbók við Jón Böðvarsson. Vitum við til þess að þeirra er beðið með mikilli eftirvæntingu. Það verður heldur enginn svikinn af þeim, svo mikið er víst.