Fyrir afa – nokkrar smásögur

Útgáfuár: 2024

Fyrir afa býður upp á nokkrar smásögur eftir Sigurgeir Jónsson úr Vestmannaeyjum. Þar segir hann okkur af ókurteisum ferðafélaga, drungalegri uppákomu í sendferðabíl, beiðni læknis um sæðisprufu, sem hefði átt að vera auðvelt að sinna, og baráttu upp á líf og dauða við „framliðinn“ samstarfsmann sinn til sjós. Þetta eru meistaralegar smásögur og auðvitað er lokahnykkur þeirra óvæntur, eins og á bestu bæjum um svona ritum.

Leiðbeinandi verð: 3.980-.

 

Efnisflokkun: Bækur, Skáldsögur, Smásögur

Hvolpasögur

Útgáfuár: 2017

HHvolpasögurHvolpar fara á kostum í þessari hugljúfu bók. Ýmislegt óvænt og skemmtilegt gerist í þessum sögum. Allir heilla hvolparnir okkur — hver á sinn hátt. Þá er hér sönn saga af Tígli, litlum hundi með stórt hjarta, en hann vann sér það til frægðar að koma smáfugli til bjargar og fóru fréttir af því víða.

Leiðbeinandi verð: 2.980-.

Efnisflokkun: Barnabækur, Bækur, Skáldsögur, Smásögur

Snæblóm

Útgáfuár: 2012

Snæblóm Smásagnasafn það sem hér birtist á bók var nær fullbúið til útgáfu þegar Guðmundur L. Friðfinnsson lést, síðla árs 2004. Hið knappa smásöguform lætur höfundinum prýðilega og skilar vel vinsælum höfundareinkennum hans. Hann er næmur á blæbrigði lífsins í öllum þess fjölbreytileika. Mannlýsingar eru eftirminnilegar, atburðir og átök og víða bregður fyrir léttri kímni en alvaran er gjarnan djúp undir niðri.

Leiðbeinandi verð: 3.980-.

Uppseld.

Efnisflokkun: Bækur, Skáldsögur, Smásögur

Við

Útgáfuár: 2001

vidTuttugu bráðsmellnar og vel skrifaðar smásögur eftir Björn Þorláksson.

Leiðbeinandi verð: 1.980-.

Tilboðsverð: 990-.

Efnisflokkun: Smásögur

Bókaútgáfan Hólar

Hagasel 14, 109 Reykjavík
Sími: 587 2619
Fax: 587 1180
Netfang: holar (hja) holabok.is