Barnabókahátíð í Borgó!
Föstudaginn 27. október var haldin barnabókahátið í Borgarleikhúsinu. Þar voru í boði barnabækur þessa árs á sérstöku tilboðsverði fyrir leik- og grunnskóla. Mikið var að gera og auðvitað gripu margir með sér bækur frá Bókaútgáfunni Hólum, en Sirrý, sem er til vinstri á myndinni, sá um af afgreiða þær. Því má svo bæta við að í einni bókanna, Hvolpasögum eftir Gunnar Kr. Sigurjónsson, segir meðal annars frá hundinum hans, hinum eldspræka Tígli, sem vann sér það til frægðar fyrr á árinu að bjarga særðum fugli. Gunnar tók upp á myndband samskipti Tíguls og fuglsins og fór það víða um heim og var auk þess margsinnis sýnt í sjónvarpinu sem sést á bak við Sirrý. Sannarlega magnað myndband um lítinn hund með STÓRT hjarta!
Laugardagur 28. október 2017