Nýjasta útgáfa Hóla



Vinningshafinn í fjórðu spurningalotu Hóla

Þá hefur verið dregið ít fjórðu lotu í JÓLASPURNINGALEIK HÓLA og vinningshafinn er Sigurrós H. Sigurðardóttir.  Hún valdi sér bókina ÍSLENSKAR GAMANSÖGUR 3 eftir Guðjón Inga Eiríksson, en sú bók inniheldur fjölmargar spaugsögur sem vafalítið geta komið flestum í gott skap.

Fjórða lota í JÓLASPURNINGALEIK HÓLA er svo hafin.  Spurningarnar eru komnar á heimasíðu Bókaútgáfunnar Hóla, holabok.is,  og endilega takið þátt – þið getið ekki tapað, bara unnið.

Laugardagur 28. nóvember 2009

Vinningshafi í þriðju spurningalotu Hóla

Sigurvegari í þriðju spurningalotu Bókaútgáfunnar Hóla er Þóroddur Friðrik Gísli Jónsson og valdi hann sér bókina PAPA-JAZZ-lífshlaup Guðmundar Steingrímssonar.  Þetta er bók um einn fremsta tónlistarmann okkar og um leið að stórum hluta saga djass- og dægurtónlistar á Íslandi.  Þeir sem áhuga hafa á tónlist og tónlistarsögunni verða ekki vonsviknir með þessa bók sem Árni Matthíasson skráði.

Og nú er fjórða lotan í spurningaleik Bókaútgáfunnar Hóla hafin og eru þrjár spurningar komnar inn á heimasíðu útgáfunnar, holabok.is, undir liðnum JÓLASPURNINGALEIKURINN.  Hvetjum alla til að taka þátt, enda getur enginn tapað á þessu, aðeins unnið.

Sunnudagur 22. nóvember 2009

Vinningshafi í annarri spurningalotu Hóla

Vinningshafi í annarri spurningalotu Bókaútgáfunnar Hóla er Helga Dögg Haraldsdóttir og fær hún að launum bókina Föndur-Jól, eftir Rúnu Gísladóttur.  Þetta er afar falleg bók og sýnir okkur og sannar að það er auðveldlega hægt að búa til skrautlegt og skemmtilegt jólaskraut án þess að kosta miklu og jafnvel nokkru til.  Hvet því alla sem eru í jólaskreytingahugleiðingum að kynna sér þessa frábæru bók.

Og svo er rétt að taka það fram, að þriðja spurningalotan er hafin og eru komnar þrjár nýjar spurningar inn á heimasíðu Bókaútgáfunnar Hóla, holabok.is og er þær að finna undir orðinu JÓLASPURNINGALEIKURINN.

Sunnudagur 15. nóvember 2009

Djass og áritun

Næstkomandi laugardag munu Guðmundur Steingrímsson og Árni Matthíasson kynna bókina PAPA JAZZ-LÍFSHLAUP GUÐMUNDAR STEINGRÍMSSONAR í Eymundsson, Austurstræti, frá kl. 15-16. Ennfremur verður boðið þar upp á léttan og ljúfan djass og bókin árituð fyrir þá sem vilja.

PAPA JAZZ er ómissandi innlegg í tónlistarsögu Íslendinga, en þess utan geymir hún m.a. margar sögur af sviðinu og utan sviðs, hernámsárunum í Hafnarfirði og ýmsu því sem á daga hins síunga Guðmundar Steingrímssonar (sem stendur á áttræðu, takk fyrir, og lætur ekki á sjá!) hefur drifið.

Djassgeggjarar! Þið látið ykkur ekki vanta í Eymundsson, Austurstræi, næsta laugardag.

Sunnudagur 8. nóvember 2009

Vinningshafi í fyrsta spurningaleik Hóla

Fjölmargir tóku þátt í fyrsta spurningaleik Bókaútgáfunnar Hóla og var Jóhanna Ása Evensen sigurvegari í fyrstu lotu.  Hún fær í vinning bókina REIMLEIKAR-ÍSLENSKAR DRAUGASÖGUR og er það vonandi að hún hafi sterkar taugar, enda eru þarna margar magnaðar  sögur, svo vægt sé til orða tekið.

Næsta spurningalota er svo hafin. Þrjár nýjar spurningar eru komnar á heimasíðu Hóla og því ekki að spreyta sig.

Sunnudagur 8. nóvember 2009

Útgáfuteiti vegna Milli mjalta og messu

Fimmtudaginn 29. nóvember sl. hittust þau sem komu að bókinni Milli mjalta og messu, ásaættingjum sínum,  og gerðu sér glaðan dag í hinu glæsilega Safnaðarheimili Fríkirkjunnar í tilefni af útkomu bókarinnar.  Því miður komust ekki nema tvö af þeim sem þar segja sögu sína, Erla Jóhannsdóttir og Skúli Lórenzson, en tveir voru erlendis, Unnur Berglind (sem býr í Suður-Afríku) og séra Hjörtur Magni Jóhannsson.  Þá var Ragnar Axelsson vant við látinn.

13370_1172817792870_1000793556_30469400_1411385_n

Þarna var mikið fjör og hér á meðfylgjandi mynd má sjá Erlu ásamt Boga manni sínum, nokkrum börnum og barnabörnum og svo auðvitað skrásetjara bókarinnar, Önnu Kristine Magnúsdóttur, sem að sjálfsögðu fór á kostum í töluðum orðum eins og hennar er von og vísa.  Ef hún finnur ekki réttu orðin, hvar og hvenær sem er, hver gerir það þá.

Mánudagur 2. nóvember 2009

Föndur-Jól

Untitled-1Þessi einstaklega skemmtilega föndurbók ætti að vera til á hverju heimili og í hverjum skóla, hvort sem það er grunnskóli eða leikskóli.  Hér eru fjölmargar og einfaldar hugmyndir að jólaskrauti sem prýðir hvar sem er.

Leiðbeinandi verð: 3.680-.

Uppseld.

Útgáfuár: 2009

Góðar viðtökur

Það er skemmtilegt að segja frá því að allar útgáfubækur Bókaútgáfunnar Hóla á þessu ári hafa fengið mjög góðar viðtökur.  Þrjár bækur eiga að vísu eftir að koma út: Milli mjalta og messu, Íslenskar gamansögur 3 og Sá á skjöld hvítan-viðtalsbók við Jón Böðvarsson.  Vitum við til þess að þeirra er beðið með mikilli eftirvæntingu.  Það verður heldur enginn svikinn af þeim, svo mikið er víst.

Sunnudagur 25. október 2009

Afmælis- og útgáfutónleikar Papa Jazz

Guðmundur Steingrímsson – Papa Jazz – hélt glæsilega afmælis- og útgáfutónleika í Ráðhúsi Reykjavíkur, síðasta sunnudag, 18. október.  Tilefnið var 80 ára afmæli kappans degi síðar og útgáfa á æviminningum hans, sem að sjálfsögðu heita Papa Jazz og eru skráðar af Árna Matthíassyni blaðamanni.

Salurinn í Ráðhúsinu var troðfullur og þurftu margir að standa.  Líklega hafa verið þarna um 500 manns og skemmtu þeir sér konunglega, enda var hver djass- og dægurperlan af annarri flutt á meistaralegan hátt.  Þarna komu meðal annarra fram, auk Guðmundar, Árni Ísleifsson, Friðrik Theodórsson, Björn Thoroddsen, Ólafur Gaukur og Svanhildur Jakobsdóttir, Helga Garlich, Raggi Bjarna, Ómar Ragnarsson, Carl Möller og Sigurgeir Sigmundsson.

 

Föstudagur 23. október 2009

Milli mjalta og messu

mjaltir_forGestir í hinum vinsæla útvarpsþætti Önnu Kristine Magnúsdóttur, Milli mjalta og messu, voru tæpir 500.  Í þessari bók segja fimm þeirra sögu sína.  Fríkirkjupresturinn hefur umburðarlyndi að leiðarljósi, ung kona er strútabóndi í Suður-Afríku, einn af 24 bestu ljósmyndurum veraldar bregður upp myndum í orðum, rafvirkinn og miðillinn eiga það sameiginlegt að þurfa að kunna tengja og kona sem missti stóran hluta fjölskyldu sinnar í snjólflóði segir frá afleiðingum þess á líf hennar.

Viðmælendurnir eru:  Séra Hjörtur Magni Jóhannsson, Unnur Berglind Guðmundsdóttir, Ragnar Axelsson (RAX),  Skúli Lórenzson og Erla Jóhannsdóttir.  Þau veita okkur hér innsýn í ævintýralegt líf sitt.

Leiðbeinandi verð: 5.480-.

Uppseld.

Útgáfuár: 2009
Eldra Nýrra

Bókaútgáfan Hólar

Hagasel 14, 109 Reykjavík
Sími: 587 2619
Fax: 587 1180
Netfang: holar (hja) holabok.is