
Nýjasta útgáfa Hóla
Einn léttur!
Vitringarnir þrír komu inn í fjárhús þar sem María og Jósef stóðu yfir jötunni þar sem nýfætt barn þeirra lá í reifum. Einn vitringanna var frekar hár í loftinu og var svo óheppinn að reka höfuðið harkalega upp í loftið. Hann greip um höfuð sér og hrópaði upp yfir sig:
„JESÚS KRISTUR!“
Þá hvíslaði Jósef að Maríu:
„Skrifaðu þetta niður, þetta er svo miklu flottara en Haraldur.“
Föstudagur 25. október 2013Gullin ský – ævisaga Helenu Eyjólfsdóttur
Í tilefni af útkomu æviminninga sinna heldur Helena Eyjólfsdóttir ferilstónleika á Græna hattinum á Akureyri næstkomandi laugardagskvöld. Hún endurtekur svo leikinn syðra í Súlnasal Hótel Sögu þann 9. nóvember. Allir aðdáendur íslenskrar dægurtónlistar láta að sjálfsögðu sjá sig á tónleikunum og lesa bókina svo á eftir.
Föstudagur 25. október 2013Villi á Brekku er engum líkur
Á morgun, fimmtudaginn 24. október, kemur úr prentsmiðju bókin Allt upp á borðið, eftir Vilhjálm Hjálmarsson á Brekku í Mjóafirði. Hann er 99 ára að aldri og allra Íslendinga elstur til að senda frá sér bók. Og það sem meira er: Þetta er ekki síðasta bókin úr smiðju hans.
Miðvikudagur 23. október 2013Allt upp á borðið
Sagnameistarinn Vilhjálmur Hjálmarsson á Brekku rifjar hér upp bernsku sína og gerir upp þingmanns- og ráðherraferil sinn í stuttu máli. Þá fjallar hann um Seyðisfjörð og Seyðfirðinga og ekki síst það góða og göfuga starf sem unnið er á heilbrigðisstofnuninni þar í þágu þeirra sem glíma við minnistap.
Leiðbeinandi verð: 4.680-.
Útgáfuár: 2013Gullin ský – ævisaga Helenu Eyjólfsdóttur
Söngkonan vinsæla, Helena Eyjólfsdóttir, segir hér frá lífi sínu í gleði og sorg; lífinu í Reykjavík á uppvaxtarárunum, föðurmissi, dvöl á Silungapolli, fjölskyldulíifinu og glímu eiginmanns hennar, Finns Eydal, við lyfjafíkn og síðar krabbamein og nýrnabilun. En rauði þráðurinn er dægurlagasöngurinn þar sem Helena var hvað þekktust fyrir söng í Hljómsveit Ingimars Eydal. Sautján ára gamalli var henni boðið að syngja í Bandaríkjunum, Skandinavíu og á meginlandi Evrópu. En hún kaus að hafna frægð og fram í útlöndum og skemmta Íslendingum. Það hefur hún nú gert í um sextíu ár.
Leiðbeinandi verð: 5.980-.
Útgáfuár: 2013Bestu barnabrandararnir-skothelt stuð
Þetta er átjánda bókin í þessum geysivinsæla bókaflokki. Brjálæðislega fyndnar sögur sem koma öllum i gott skap, jafnt ungum sem öldnum og ættu að vera til alls staðar.
Leiðbeinandi verð: 1.290-.
Uppseld.
Útgáfuár: 2013Spurningabókin 2013
Í hvaða landi fæddist handboltakappinn Alexander Petersson?
Hvaða kuldalega nafn ber kvikmynd Reynis Lyngdals sem frumsýnd var í september 2012?
Hvar stóð Vilborg Arna Gissurardóttir að kvöldi 17. janúar 2013 eftir 60 daga ferðalag?
Hver af strumpunum eyðir tíma sínum aðallega í það að sofa?
Hvað eru mörg núll í einum milljarði?
Þessar spurningar og margar fleiri í þessari frábæru bók sem hægt er að nýta sér í skólanum, heima, á ferðalagi og raunar hvar sem er.
Leiðbeinandi verð: 1.290-.
Uppseld.
Útgáfuár: 2013Manchester United – spurningabók
Hvað veistu um Rauðu djöflana? Bráðskemmtileg spurningabók um frægasta félagslið veraldar, Manchester United.
Frá hvaða liði keypti Manchester United David de Gea?
Hvert er kunnuglegra nafn á leikmanninum Luis Carlos Almeida da Cunha sem gekk í raðir Manchester United árið 2007?
Wayne Rooney er númer 10, en hvert var fyrsta númerið hans hjá Manchester United?
Hverrar þjóðar er Ryan Giggs?
Keppnistímabilið 2012-13 fór Manchester United nokkuð létt með Norwich á Old Trafford og sigraði það 4-0. Wayne Rooney skoraði fjórða og síðasta markið, en hver skoraði hin þrjú?
Þetta og margt fleira í þessari einstöku spurningabók.
Leiðbeinandi verð: 1.290-.
Uppseld.
Útgáfuár: 2013Sir Alex – heillaóskalisti
Í byrjun nóvember kemur út bókin SIR ALEX – hinn magnaði Ferguson-tími hjá Manchester United 1986-2013. Í henni er rakin saga þessa stórkostlega kafla í sögu félagsins og farið ofan í saumana á býsna mörgu sem þá gerðist.
Aftast í bókinni verður Heillaóskaskrá (List of Honour) – til heiðurs Sir Alex Ferguson. Þar geta stuðningsmen Manchester United á Íslandi og aðrir knattspyrnuáhugamenn fengið nafnið sitt skráð gegn því að gerast áskrifendur að bókinni. Bókin, vonandi með fjölmörgum nöfnum, verður síðan afhent Sir Alex Ferguson. Verð bókarinnar verður 5.980- og hægt er að gerast áskrifandi (áskriftina þarf að greiða fyrirfram) að henni í netfanginu holar@holabok.is
Höfundur bókarinnar er Guðjón Ingi Eiríksson en hann hefur skrifað fjölmargar vinsælar knattspyrnubækur og er auk þess höfundur hins bráðskemmtilega Fótboltaspils.
Sunnudagur 15. september 2013Skriðdæla
Í þessari glæsilegu og fróðlegu bók kennir margra grasa um Skriðdal og ábúendur þar í gegnum tíðina. Má þar nefna sveitarlýsingu, örnefni, ábúendatal, veðurfarsyfirlit og sögur af mönnum og málefnum. Hægt er að fylgja þróun verslunar, samgangna og þjónustu við Skriðdælinga fyrr á tímum ásamt breytingum á sveitasamfélaginu.
Þessa bók lætur enginn áhugamaður um þjóðlegan fróðleik fram hjá sér fara og heldur ekki þeir sem tengjast Skriðdal á einn eða annan máta.
Leiðbeinandi verð: 7.980-.
Uppseld.
Útgáfuár: 2013