
Nýjasta útgáfa Hóla
Bjarni E. Guðleifsson látinn
Síðastliðinn laugardag, þann 7. september, lést Bjarni E. Guðleifsson náttúrufræðingur, fjallgöngugarpur og rithöfundur, 77 ára að aldri. Hann var höfundur fjölmargra bóka sem Bókaútgáfan Hólar hefur gefið út og má þar nefna Úr útiverunni, Á fjallatindum og sú allra nýjasta, Náttúruþankar (meðhöfundur er dóttir hans, Brynhildur), sem kom úr prentsmiðju aðeins nokkrum dögum fyrir andlát hans.
Að leiðarlokum vil ég þakka Bjarna fyrir ánægjulegt samstarf í gegnum árin og um leið og ég votta ættingjum hans samúð mína.
Guðjón Ingi Eiríksson
Mánudagur 9. september 2019Fótboltaspurningar 2019
Hvert var fyrsta liðið sem Óskar Örn Hauksson lék með? Hvert er gælunafn Sergio Agüero? Hvaða íþróttafélag spilar heimaleiki sína á Hásteinsvelli? Frá hvaða landi er Udinese? Hann er fæddur 1986 og hefur spilað með Iker Casillas,Éver Banega og James Milner – hver er maðurinn? Hjá hvaða liði hóf Hallbera Guðný Gísladóttir knattspyrnuferil sinn? Þetta og margt fleira í þessari geggjuðu fótboltaspurningabók!
Leiðbeinandi verð: 1.690-.
Útgáfuár: 2019Spurningabókin 2019
Hvert er listamannsnafn rapparans Árna Páls Árnasonar? Hvaða nafn hefur sögupersónan Wimpy Kid hlotið á íslensku? Hvaða orð táknar bæði þögn og hávaða? Sofa skordýr með lokuð augu? Hvar lenti Insight snemma kvölds að íslenskum tíma þann 26. nóvember 2018? Þessar spurningar og margar fleiri í þessari stórskemmtilegu bók.
Leiðbeinandi verð: 1.690-.
Útgáfuár: 2019Töfra-Tapparnir
Þessi bráðskemmtilega léttlestrarbók er um tvo litla töfratappa sem velta því fyrir sér hvaðan röddin kemur og hvernig hægt er að breyta henni á ýmsan hátt. Þeir klifra því upp í munninn á fólki, en hann er auðvitað stórhættulegur fyrir litla tappa og því lenda þeir í miklum svaðilförum, en læra jafnframt mörg ný orð yfir talfærin og einnig hvernig þau virka. Tilgangur bókarinnar er að fræða börn um raddheilsu og hvernig megi forðast valda skaða á henni.
Leiðbeinandi verð: 2.480-.
Útgáfuár: 2019Náttúruþankar … og hennar líf er eilíft kraftaverk
Náttúruþankar feðginanna Bjarna E. Guðleifssonar og Brynhildar, dóttur hans, fjalla um ýmis fyrirbæri í náttúru og umhverfi, stór og smá. Við yfirferð bókarinnar ljúkast upp leyndardómar um margvísleg og margbreytileg fyrirbæri í okkar nánasta umhverfi. Lýst er áhrifum mannlegra athafna á náttúruna, svo sem gróðureyðingu, vatnsmengun. loftlagsbreytingum og orkunýtingu.
Þessari bók er ætlað að örva lesendur til umhugsunar um undur náttúrunnar og stuðla þannig að því að henni verði betur borgið í ólgusjó framtíðarinnar.
Leiðbeinandi verð: 3.980-.
Útgáfuár: 2019Döggslóð í grasi
Þingeyingurinn Kristbjörg Freydís Steingrímsdóttir, höfundur ljóðabókarinnar Döggslóð í grasi, ólst upp við ljóða- og vísnagerð en fékkst lítið við þá iðju sjálf fyrr en eftir fertugt. Kveðskapur hennar varð til í dagsins önn, kannski hripað brot og brot aftan á umslög eða aðra blaðsnepla. Hún hefur einstaklega góð tök á íslensku máli og hafa ljóð eftir hana birst í blöðum og safnritum.
Þessi bók geymir brot af gullfallegum ljóðum Kristbjargar og smellnum lausavísum.
Leiðbeinandi verð: 3.480-.
Útgáfuár: 2019Fimmaurabrandarar
Í nokkur ár hefur Fimmaurabrandarafjelagið haldið úti fésbókarsíðu þar sem finna má marga bráðsmellna brandara – fimmaurabrandara að sjálfsögðu. Í þessa bók hafa verið valdir nokkrir af þeim bestu og vafalítið kitla þeir margir hverjir hláturtaugar lesenda. Hér er nokkur dæmi um innihaldið;
„Af hverju eru Reynir og Danni orðnir svona litlir?“
„Þeir skruppu saman í bíó.“
*
Ef fjórir af hverjum fimm þjást af niðurgangi þá hlýtur sá fimmti að njóta hans.
*
Steig á vigtina áðan og sá að ég þarf nauðsynlega að láta klippa mig.
*
Hvernig veiðir maður flugfisk?
Nú, í loftnet.
En á hvað veiðir maður saltfisk?
Á saltstöng.
*
Ég fór í mjög skemmtilega ferð til Gdansk í fyrra. Nú er að velta fyrir mér hvort það gæti ekki verið gaman skreppa til Gnorsk eða Gsvensk í ár.
————–
Leiðbeinandi verð: 2.180-.
Útgáfuár: 2019Hvítabirnirnir tilnefndir …!
Bókin magnaða, Hvítabirnir á Íslandi, eftir Rósu Rut Þórisdóttur var í dag tilnefnd til Viðurkenninga Hagþenkis í flokki fræðirita sem út komu árið 2018. Sannarlega ánægjuleg tíðindi á þessum fallega janúardegi og til hamingju með áfangann, kæra Rósa.
Jólakveðja 2018
Bókaútgáfan Hólar þakkar fyrir frábærar viðtökur á útgáfubókum sínum nú í ár og óskar landsmönnum öllum gleðilegra jóla. Vonar auðvitað um leið að sem flestir hafi tök á því að líta í bók/bækur um hátíðarnar.
Föstudagur 21. desember 2018Hvítabirnir
Hvernig myndi þér líða ef þú stæðir allt í einu andspænis hvítabirni? Þetta hafa sumir Íslendingar illu heilli þurft að gera og ekki allir lifað það af.
Í bókinni Hvítabirnir á Íslandi er sagt frá landgöngum þessara grimmu skepna allt frá landnámsöld til okkar daga. Vitað er til þess að þær hafi drepið 30 manns, en stundum hafði þó mannskepnan betur og oft var slóðin blóði drifin eftir þær viðureignir.
Hvítabirnir á Íslandi – mögnuð bók sem þú verður að lesa!
Miðvikudagur 12. desember 2018