
Nýjasta útgáfa Hóla
MEÐ FRELSI Í FAXINS HVIN – ÚTGÁFUTEITI
Útgáfuteiti, útgáfuteiti, útgáfuteiti!
Í tilefni af útgáfu bókarinnar MEÐ FRELSI Í FAXINS HVIN – riðið í strauminn með Hermanni Árnasyni, sem Hjalti Jón Sveinsson skráði, verður haldið útgáfuteiti í Félagsheimilinu Hvoli næsta fimmtudag, þann 6. nóvember, frá kl. 17-19. Þar verður glatt á hjalla og boðið upp á léttar veitingar.
Bókin verður að sjálfsögðu fáanleg þar á kynningarverði, kr. 7.000-. Enginn posi verður á staðnum og verður annaðhvort hægt að millifæra verð hennar eða greiða með peningum á staðnum. Hermann og Hjalti Jón Sveinsson, árita að sjálfsögðu bókina fyrir þá sem þess óska. Allir velkomnir!
Takið daginn frá, elskurnar mínar!
Bókaútgáfan Hólar
Útgáfuár: 2025
Ævintýraheimur íslenskra fugla 1
Hver er stærsti fuglinn okkar? Hver er sá minnsti? Hver er besta eftirherman og mesti hrekkjalómurinn? Hver er vorboðinn ljúfi? Í þessari bók kynnumst við 16 fuglategundum sem verpa á Íslandi. Þetta er sannkölluð fjölskyldubók, prýdd glæsilegu myndefni, sem ljúft er að sofna út frá og taka svo aftur upp þráðinn kvöldið eftir.
Leiðbeinandi verð: 4.380-.
Útgáfuár: 2025Fimm aurar – langfyndnustu brandarar í heimi!
Er það að fá fjármálaráðgjöf í banka ekki svolítið eins og að fá lífstílsráðgjöf hjá fíkniefnasala?
*
„Er þetta hjálparsíminn hjá SÁÁ?“
„Já, það passar. Hvernig get ég aðstoðað þig?“
„Hvernig býr maður eiginlega til Mojito?“
*
Hvað gera rafvirkjar til að komast í stuð?
Taka inn rafmagnstöflur.
Já, þetta er bara brot af því sem leynist í þessari bráðsmellnu bók.
Leiðbeinandi verð: 2.280-
Útgáfuár: 2025Fótboltaspurningar 2025
Hvaða íslenska félag átti, keppnistímabilið 2025, í fyrsta skipti lið í efstu deild karla?
Við hvaða kvennalandsliði tók Elísabet Gunnarsdóttir í janúar 2025?
Hvaða ár fæddist Höskuldur Gunnlaugsson sem undanfarin ár hefur verið fyrirliði Breiðabliks?
Í heimsmestarakeppni félagsliða, sumarið 2025, léku tveir enskir bræður og það hvor með sínu liðinu. Hvað heita þeir?
Af hverju var öllum leikjum, sem áttu að fara fram a Ítalíu á annan í páskum 2025, frestað?
Hverrar þjóðar er Milos Kerkez?
Hvaða brasilíska framherja keypti Manchester United frá Wolves sumarið 2025?
Þekkirðu þennan sem er efst til hægri á kápumyndinni?
FÓTBOLTASPURNINGARNAR 2025 hitta að sjálfsögðu beinit í mark!
Leiðbeinandi verð: 1.980-.
Útgáfuár: 2025Spurningabókin 2025 – Geta snákar synt?
Hvernig er krossinn í þjóðfána Danmerkur á litinn?
Hvaða fyrirbæri er í miðju sólkerfisins?
Hvaða íþróttagrein stunda stúlkurnar í Aþenu?
Klukkan hvað eru dagmál?
Heiti hvaða mánaðar er fremst í stafrófsröðinni?
Fyrir hvaða íþróttagrein er Bjarki Már Elísson þekktur?
Þessar spurningar og margar fleiru eru í þessari bráðsmellnu spurningabók sem hentar öllum aldurshópum og það hvar og hvenær sem er.
Leiðbeinandi verð: 1.980-.
Útgáfuár: 2025Segir mamma þín það?
Hvað gerist á fengitimanum?
Af hverju gat hafnfirska stúlkan ekki bitið á jaxlinn?
Hvað er píslarvottur?
Af hverjum var góð skítalykt?
Hver átti hrafnana Flókni og Þókni?
Fyrir hvað stendur skammstöfunin DHL?
Þetta er bara brotabrot af því sem leitað er svara við í þessari bráðskemmtilegu bók sem svo sannarlega kemur öllum í gott skap!
Leiðbeinandi verð: 5.980-.
Útgáfuár: 2025
Lamine Yamal
Spánverjinn Lamine Yamal er ekki aðeins efnilegasti knattspyrnumaður heims, um þessar mundir, heldur líka einn af þeim bestu. Hann er sannkallað undrabarn með knöttinn og leikskilningur hans er einstakur.
Í þessari bók er saga Yamals rakin, greint frá öllum metunum sem hann hedur slegið og verðlaununum sem hann hefur unnið til sem einstaklingur, með félagsliði sínu, Barcelona, og spænska landsliðinu.
Leiðbeinandi verð: 5.980-.
Útgáfuár: 2025JÓNA – atkvæði og ambögur
Það er full ástæða til að vekja athygli ljóðaunnenda og þeirra sem þess utan hafa gaman af galgopahætti, sem á það til að fara hárfínt yfir strikið, á ljóðabókinni Jónu – atkvæði og ambögur, en hún geymir úrval ljóða hins snjalla hagyrðings Jóns Ingvars Jónssonar, sem því miður kvaddi okkur allt og snemma. Þarna er margan snilldarkveðskapinn að finna svo að ekki sé fastar að orði kveðið.
Miðvikudagur 30. júlí 2025Jóna – atkvæði og ambögur
Ég hef alveg afleit gen,
enda fól og glanni,
rætinn, þver og illgjarn en
alveg gull af manni.
Leiðbeinandi verð: 7.480-.
Útgáfuár: 2025KÍNA frá fyrri öld
Leiðbeinandi verð: 7.980-.
Útgáfuár: 2025