Nýjasta útgáfa Hóla
Þeim varð aldeilis á í messunni
Þetta er framhald hinnar geysivinsælu bókar, Þeim varð á í messunni, og gefur henni ekkert eftir. Óborganlegar sögur af prestum, meðal annars Sigurði Hauki Guðjónssyni, Pálma Matthíassyni, Vigfúsi Þór Árnasyni, Döllu Þórðardóttur, Svavari Stefánssyni, Arnaldi Bárðarsyni, Sigurði Ægissyni, Irmu Sjafnar Óskarsdóttur, Þorvaldi Karli Helgasyni, Baldri Rafni Sigurðssyni, Baldri Vilhelmssyni og Sigurði Arnarsyni.
Og þarna er þeirri spurningu svarað, hver sé kvensamasti íslenski klerkurinn.
Uppseld.
Útgáfuár: 1996Dansað við dauðann
Neysla fíkniefna hefur aukist jafnt og þétt hér á landi undanfarin ár og neytendur efnanna verða sífellt yngri. Í bók þessari er leitast við að varpa ljósi á ástandið. Meðal annars rifja fyrrverandi fíkniefnaneytendur upp sögu sína, foreldrar segja frá missi sonar, sem varð fíkniefnunum að bráð, rakið er hvaða fíkniefni eru algengust á Íslandi og hver áhrif þeirra eru, sálfræðingur rekur breytingar unglingsáranna, sex unglingar skýra frá afstöðu sinni til fíkniefna og fimm þekktir, ungir Íslendingar gera slíkt hið sama.
Dansað við dauðann er ætluð jafnt unglingum sem foreldrum.
Uppseld.
Útgáfuár: 1996Bestu barnabrandararnir
Stútfull bók af frábærum bröndurum sem koma öllum í gott skap.
Uppseld.
Útgáfuár: 1996Falsarinn og dómari hans
Falsarinn og dómari hans inniheldur fimm þætti úr fortíð. Fjallað er um: Afdrif Þorvalds Schovelin, sem frægur varð af bók Björns Th. Björnssonar, Falsarinn; Jóns Sigurðsson á Böggvistöðum, en kona hans óskaði þess að Guð slægi hann blindan; sakamál frá 1870 sem tengist trippum í Grjótlækjarskál; Snorra Pálsson á Siglufirði sem bannað var að veiða þorsk og sálarangist eins frægasta skálds Íslendinga, Matthíasar Jochumssonar, og hvernig hún sumarið 1888 þrýsti honum til að segja þjóðinni ósatt.
Uppseld.
Útgáfuár: 1995Þeim varð á í messunni
Hér stíga fjölmargir prestar á stokk og segja gamansögur af sér og kollegum sínum. Nægir þar að nefna Birgi Snæbjörnsson, Hannes Örn Blandon, Hjálmar Jónsson, Pétur Þórarinsson og nafna hans Ingjaldsson, Bjarna Jónsson, Sigurð Ægisson, Svavar A. Jónsson, Róbert Jack, Baldur Vilhelmsson og eru þá fáir nefndir.
Uppseld.
Útgáfuár: 1995Nonni und das Nonni-haus
Rithöfundurinn Nonni, Jón Sveinsson, naut og nýtur enn mikilla vinsælda í Þýskalandi og á ári hverju kemur talsverður fjöldi Þjóðverja í heimsókn í Nonnahús á Akureyri. Þessi bók, sem er á þýsku, hefur vafalítið ratað í hendur margra þeirra, enda gefur hún fólki örlitla innsýn í líf rithöfundarins.
Uppseld.
Útgáfuár: 1993Hernámsárin á Akureyri og Eyjafirði
Akureyri er þungamiðja þessarar frásagnar. Fjallað er breska setuliðið sem þangað kom og síðan hið bandaríska. Hin viðkvæmustu mál eru reifuð svo sem ástandið og nasisminn, Bretavinnan og njósnaveiðar hernámsliðsins.
Uppseld.
Útgáfuár: 1991