Nýjasta útgáfa Hóla
Kappar og kvenskörungar
Þessi bók inniheldur æviþætti fjölmargra fornkappa og kvenskörunga, til dæmis: Ara fróða, Auður djúpúðgu, Egils Skalla-Grímssonar, Eiríks rauða, Gísla Súrssonar, Guðríðar Þorbjarnardóttur, Gunnars á Hlíðarenda, Helgu fögru, Hallgerðar langbrókar, Hrafnkels freysgoða, Ingólfs Arnarsonar, Leifs heppna, Njáls á Bergþórshvoli og Snorra goða Þorgrímssonar. Auk þess eru í bókinni að finna fleyg orð og ummæli úr Íslendingasögunum.
Uppseld.
Útgáfuár: 1998HM ’98 handbókin
Hér finnur þú allt um liðin og leikmennina sem unnu sér rétt til þátttöku í Heimsmeistarakeppninni í knattspyrnu í Frakklandi 1998.
Uppseld.
Útgáfuár: 1998Sú nótt gleymist aldrei
Titanic var stærsta skip veraldar, íburðarmikið kraftaverk tæknialdar, búið fullkomnasta öryggisbúnaði sem völ var á. Engu að síður hlaut Titanic þau örlög, í jómfrúarferð sinni, að sigla á hafísjaka og sökkva nótt eina í apríl 1912. Um borð voru 2.207 manns en aðeins 20 björgunarbátar.
Í bók þessari er rakin átakanleg saga farþeganna um borð og hvernig hið ógnvænlega sjóslys dró fram það besta og það versta í mönnum. Sumir gáfu líf sitt öðrum til bjargar, aðrir börðust eins og villidýr til að bjarga sjálfum sér.
Uppseld.
Útgáfuár: 1998Grýla
Glæsileg bók um vinkonu okkar, Grýlu, strákana hennar, Leppalúða, Lepp og Skrepp, jólaköttinn, margvísleg uppátæki þessara furðuvera og siði þeirra.
Uppseld.
Útgáfuár: 1997Brynhildur og Tarzan
Brynhildur stendur á tímamótum. Hún missir móður sína, er skilin frá litla bróður sínum og send í þorpið þar sem móðir hennar fæddist og ólst upp. Sorgin ætlar að yfirbuga hana. Hún hefur aldrei fengið að vita neitt um föður sinn, ekki einu sinni hver hann er. Þorpið býr yfir leyndarmálinu um faðerni hennar, en min það gefa svör?
Uppseld.
Útgáfuár: 1997Skagfirsk skemmtiljóð
Hér kveðja sér hljóðs á fimmta tug skagfirskra hagyrðinga, svo sem Andrés H. Valberg, séra Hjálmar Jónsson, Jón Kristjánsson, Jón Drangeyjarjarl, Sigurður H. Guðmundsson, Sigurjón bóndi á Dýrfinnustöðum, Þorleifur frá Frostastöðum, hjónin Kristbjörg og Axel, Jón Ingvar Jónsson, Haraldur frá Kambi, Kristján frá Brúarlandi og Jói í Stapa.
Uppseld.
Útgáfuár: 1997Hverjir eru bestir?
Bráðskemmtilegar gamansögur af íslenskum íþróttamönnum úr nánast öllum íþróttagreinum. Á meðal sögumanna eru Siggi Sveins, Guðjón Guðmundsson (Gaupi). Logi Ólafsson. Þorbjörn Jensson, Guðbjörn Jónsson (Bubbi), Guðmundur Gíslason, Leifur Harðarson, Lárus Jónsson (Lalli leikari), Kjartan Másson, Jón Óðinn Óðinsson og margir, margir fleiri.
Uppseld.
Útgáfuár: 1997Íslenskt mál
Hér er að finna úrval úr þáttunum Íslenskt mál sem Gísli Jónsson, menntaskólakennari á Akureyri, tók saman og birtust í Morgunblaðinu um margra ára skeið. Bókin er ennfremur nokkurs konar afmælisrit Gísla en hún kom út um það leyti sem hann átti 50 ára stúdentsafmæli.
Uppseld.
Útgáfuár: 1996Þeir vörðuðu veginn
Hér segir af þremur einstaklingum er settu svip sinn með einum eða öðrum hætti á Akureyri á síðari hluta 20. aldarinnar. Þeir eru: Vilhelm Þorsteinsson, skipstjóri og framkvæmdastjóri Útgerðarfélags Akureyringa til margra ára, Ingimar Eydal, tónlistarmaður og kennari, og Gunnar Ragnars, forstjóri Útgerðarfélags Akureyringa.
Uppseld.
Útgáfuár: 1996