![](https://holabok.is/wp-content/themes/booktemplate/images/headers/home.jpg)
Nýjasta útgáfa Hóla
Of stór fyrir Ísland
Enginn Íslendingur hefur lifað jafn sérkennilegu lífi og Jóhann Pétursson, hæsti maður veraldar. Hér segir frá ævintýralegum lífsferli hans; barnæsku í Svarfaðardal, þrautalífi í Danmörku, betra lífi í Frakklandi og putalífi í Þýskalandi. Árið 1945 fluttist Jóhann heim en þegar Íslendingar brugðust honum hrökklaðist hann til Bandaríkjanna þar sem hann starfaði í stærsta og frægasta sirkus heims. Jóhann eignaðist dóttur sem hann sagði þó aldrei neinum frá. Hér er leyndardómsfullri hulunni svipt af þessari dóttur og samskiptum feðginanna. Of stór fyrir Ísland er einstök ævisaga, snilldarvel skráð af Jóni Hjaltasyni sagnfræðingi sem síðastliðið ár var tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Mikill fjöldi ljósmynda frá einstæðri og ævintýralegri ævi Jóhanns prýða bókina.
Uppseld.
Útgáfuár: 2001Minningar úr Menntaskólanum í Reykjavík
Í þessu afmælisriti Menntaskólans í Reykjavík, sem gefið er út í tilefni af 215 ára afmæli skólans og er þá miðað við flutning Skálholtsskóla til Reykjavíkur, rita fjölmargir Mr-stúdentar minningar sínar frá skólanum og draga ekkert undan.
Uppseld.
Útgáfuár: 2001Rauði herinn-Saga Liverpool 1892-2001
Liverpool á sér magnaða sögu og hér er hún rakin; sorgum og sigrum liðsins gerð góð skil og helstu knattspyrnukappar og framkvæmdastjórar félagsins dregnir fram í sviðsljósið. Þeir sem komnir eru til vits og ára muna vafalítið eftir stjörnum á borð við Kevin Keegan, Tommy Smith, Greame Souness, Ian Rush, Kenny Dalglish, Bruce Grobbelaar og Mark Lawrenson, svo einhverjir séu hér nafngreindir af þeim mikla fjölda sem koma við sögu í bókinni sem ætti að vera til á hverju einasta Púllara-heimili.
Uppseld.
Útgáfuár: 2001Nýja limrubókin
Efni þessa kvers skiptist í tvennt. Fyrri hlutinn er rækileg ritgerð um limrur hér og þar, eftir Gísla Jónsson, sem lengi var kennari við Menntaskólann á Akureyri og tók saman þetta kver. Í seinni hlutanum eru síðan limrur eftir Hlymrek handan og félaga.
Uppseld.
Útgáfuár: 2001Undir fjallshlíðum
Ljóðmál Jóns Bjarman er persónulegt og blátt áfram. Ljóðin eru heilsteypt og bókin samfelld þótt yrkisefnin séu fjölbreytt og formið ríkt af tilbrigðum. Hann yrkir um fjöllin sín fyrir norðan, um kliðandi læki, silfurtæran vatnsflöt yfir köldum fiski, þungan straum og kyrrar lygnur.
Leiðbeinandi verð: 1.980-.
Tilboðsverð: 990-.
Útgáfuár: 2001Minningar úr Menntaskólanum á Akureyri
Minningar fjölmargra MA-stúdenta frá veru sinni í skólanum; bráðskemmtilegar og fróðlegar. Bókin er gefin út í tilefni af 120 ára afmæli skólans og er þá miðað við stofnun Gagnfræðaskólans á Möðruvöllum 1880.
Uppseld.
Útgáfuár: 2000Undir bláhimni
Skagfirsk úrvalsljóð og vísur. Stórkostlegur kveðskapur eins og Skagfirðinga er von og vísa.
Uppseld.
Útgáfuár: 2000Kæri kjósandi
Hér stíga a stokk ekki ómerkari höfuðsnillingar en Bjarni Benediktsson, Gunnar Thoroddsen, Halldór Blöndal, Salome Þorkelsdóttir, Guðmundur jaki Guðmundsson, Steingrímur J. Sigfússon, Albert Guðmundsson, Árni Johnsen, Ólafur Ragnar Grímsson, Hjálmar Árnason, Stefán Jónsson, Sighvatur Björgvinsson, Davíð Oddsson, Páll Pétursson, Jón Kristjánsson og eru þá fáir nefndir.
Hvaða ráðherra sagði: Það er með sönginn eins og kynlífið, maður þarf ekki að vera neitt sérstaklega góður til að hafa gaman af?
Uppseld.
Útgáfuár: 2000Í órólegum takti
Í órólegum takti er djörf saga Margrétar Hannesdóttur. Fyrir tilviljun tekur hún að sér landflótta Kúrda, smyglar honum inn í landið og berst harðri baráttu við íslenska embættismannakerfið til að koma í veg fyrir að hann verði sendur til síns heima í Tyrklandi þar sem honum er bráður bani búinn. Um leið neyðist Margrét til að endurskoða tilveru sína. Hún leiðist út í ástarsamband við ráðherra og hjónaband beggja stendur tæpt.
Í órólegum takti er skáldsaga sem tekur á ýmsum viðkvæmum málum samtímans.
Uppseld.
Útgáfuár: 2000Bestu barnabrandararnir – geggjað grín
Brjálæðislega góðir brandarar á hverri síðu. Eitthvað fyrir þig – og alla hina.
Uppseld.
Útgáfuár: 2000