Nýjasta útgáfa Hóla



Leiðin til Jerúsalem

leidin_tilÓhemju spennandi metsölubók. Leiðin til Jerúsalem gerist á 12. öld og segir sögu hins sænska Arna Magnússonar sem elst upp í klaustri undir handarjaðri vopnfimasta krossfarans. Þegar Árni snýr aftur út í heiminn er hann óviðbúinn þeim kaldrana sem mætir honum. Jafnvel faðir hans trúir því um tíma að munkarnir hafi eytt allri karlmennsku úr Árna. En Árni á eftir að koma öllum á óvart. Leiðin til Jerúsalem hefur verið á toppi metsölulista í Danmörku, Svíþjóð og Noregi.

Uppseld.

Útgáfuár: 2003

Uppgangsár og barningsskeið

uppgangsarÍ þessu öðru bindi Sögu sjávarútvegs á Íslandi segir frá því þeagr vélaraflið hélt innreið sína og sjávarútvegur Íslendinga gjörbreyttist á fáeinum árum. Bátar og togarar ösluðu um öll mið og hafið tók sinn toll. Jón Þ. Þór fjallar á einstakan hátt um sjávarútveg Íslendinga. Hér er á ferðinni grundvallarrit um íslenska sögu og baráttuna við Ægi.

Leiðbeinandi verð: 6.980-.

Uppseld

Útgáfuár: 2003

Afmæliskveðja til Háskóla Íslands

afmaeliskvedja_til_HIAfmælisrit í tilefni af 90 ára afmælis Háskóla Íslands 2001.  Fjölmargar athyglisverðar greinar eru í bókinni og koma þær víða við.

Uppseld.

Útgáfuár: 2003

Ævintýri Nonna: Nonni og Manni fara á sjó

nonni_og_manni_faraEitt af hinum mögnuðu ævintýrum úr smiðju Nonna, Jóns Sveinssonar.  Bræðurnir Nonni og Manni reyna að tæla fiskana upp úr sjónum en lenda í þoku og hvalavöðu og eru hætt komnir. Bráðskemmtileg og spennandi bók fyrir börn og unglinga sem og fullorðna.

Uppseld.

Útgáfuár: 2002

Gullkorn úr hugarheimi íslenskra barna

gullkornHér er safnað saman ótal tilsvörum barna sem varpa ljósi á heimssýn þeirra. Gullkorn er falleg bók um englana okkar; speki þeirra, falsleysi og einlægni en allt þetta endurspeglast í orðum barnsins sem sagði: ,,Maður getur alveg notað ömmu sína fyrir vin.“

Uppseld.

Útgáfuár: 2002

Vísnaverkefni

visnaverkKennslubók í vísnagerð sem samanstendur af 40 vísnaverkefnum.  Þeir sem vilja læra að setja saman réttkveðna vísu ættu að finna hér eitthvað við sitt hæfi.

Leiðbeinandi verð: 990-.

Uppseld

Útgáfuár: 2002

Slóðir mannanna

slodir_mannannaHér eru verðlaunaverk úr árlegum samkeppnum sem MENOR hefur efnt til síðan 1989. Meðal höfunda eru Sigurður Ingólfsson, Njörður P. Njarðvík, Hjörtur Pálsson og Eysteinn Björnsson. Slóðir mannanna geymir ómetanlegan fjársjóð smásagna og ljóða. Bókin er gefin út í tilefni af 20 ára afmæli Menningarsamtaka Norðlendinga.

Uppseld.

Útgáfuár: 2002

Guðmundur Finnbogason

gudmundurÍ þessari bók er m.a. fróðlegt viðtal Valtýs Stefánssonar við Guðmund sjötugan, þar sem hann segir frá æskuárum sínum og ævistarfi og lokakafli kunnrar bókar Guðmundar um land og þjóð. Efni sem á erindi við íslenska lesendur, nú sem fyrr.

Leiðbeinandi verð: 1.980-.

Uppseld

 

Útgáfuár: 2002

Spurningabókin 2002

sp2002Bókin sem veitir í senn skemmtun og fræðslu. Spurningar við allra hæfi og sígildar gátur um allt milli himins og jarðar.

Uppseld.

Útgáfuár: 2002

Bestu barnabrandararnir – mega bögg

bb_megaboggÞessi bók kitlar hláturtaugarnar  eins og við mátti búast.

Uppseld.

Útgáfuár: 2002
Eldra Nýrra

Bókaútgáfan Hólar

Hagasel 14, 109 Reykjavík
Sími: 587 2619
Fax: 587 1180
Netfang: holar (hja) holabok.is