Nýjasta útgáfa Hóla



101 vísnaþáttur úr DV – og tveir að auki (s.h.)

101_visna_iiRagnar Ingi Aðalsteinsson hafði umsjón með vísnaþætti í DV um nokkurt skeið og naut þátturinn mikilla vinsælda.  Hér er síðari hluti þáttanna en fyrri hluti þeirra kom út 2004.

Uppseld.

Útgáfuár: 2005

Bankinn í sveitinni

bankinnSaga Sparisjóðs Höfðhverfinga er hluti af byggðasögu Grýtubakkahrepps. Bankinn í sveitinni „fjallar þess vegna meira um líf fólks í hundrað ár en þróun peningamála“, segir höfundurinn, Björn Ingólfsson, um þessa stórglæsilegu og fróðlegu bók. Ljósmyndir af mannlífi eru fjölmargar.

Uppseld.

Útgáfuár: 2005

Um verkmenntun við Eyjafjörð og Verkmenntaskólann á Akureyri 1984-2004

um_verkmenntunHér er sagan rakin allt frá hinum svokallaða Duggu-Eyvindi. Gagnfræðaskólinn, Húsmæðraskólinn, Sjávarútvegsdeildin á Dalvík og Iðnskólinn eru undir smásjánni. Og ekki síst Verkmenntaskólinn á Akureyri.

Uppseld.

Útgáfuár: 2005

Chelsea 1905-2005

chelseaChelsea er tvímælalaust spútniklið fyrsta áratugar tuttugustu og fyrstu aldarinnar, en ekki hefur árangurinn alltaf verið glæsilegur, þótt félagið hafi oft og tíðum haft ágæta knattspyrnumenn innan sinna raða.  Á meðal knattspyrnukappa sem stíga hér fram í sviðsljósið má nefna Peter Osgood, Charlie Cooke, Ray Wilkins, Kerry Dixon, Ruud Gullit, John Terry, Frank Lampard, Gianfranco Zola og Eið Smára Guðjohnsen.  Og auðvitað er minnst á framkvæmdastjórann sigursæla og skrautlega, Jose Mourinho.

Uppseld.

Útgáfuár: 2005

Myndlist á Akureyri að fornu og nýju

myndlistStórfróðleg bók um listalíf á Akureyri. Allir listamennirnir, allir listviðburðirnar, og höfundur spyr: Voru frumkvöðlarnir í íslenskri myndlist ef til vill fleiri en áður hefur verið haldið fram? Ríkulega myndskreytt bók – hvað annað!

Uppseld.

Útgáfuár: 2005

Ragnarök

ragnarokBráðskemmtileg og fræðandi bók um orusturnar sem enn í dag hafa áhrif á líf okkar. Séra Þórhallur Heimisson er landsþekktur fyrir afburða færni við að gæða fortíðina lífi. Hér sannast orðsporið.

Uppseld.

Útgáfuár: 2005

Börnin í hellinum

bornin_i_hellinumSagan gerist á miðri 10. öld og fjallar um ævintýri hins 14 ára gamla Bolla og fjölskyldu hans. Þau eru útilegufólk og hafast við í helli og telja ýmsir sig eiga sökótt við þau. Æsispennandi og fróðleg bók.

Leiðbeinandi verð: 2.480-.

Uppseld.

Útgáfuár: 2005

Frankenstein

frankenstein Frankenstein er kannski frægasta hryllingssaga allra tíma. Elding lýsir næturhimininn. Á sömu stundu sigrast Victor Frankenstein á stærstu ráðgátu vísindanna – og skapar líf.

Uppseld.

Útgáfuár: 2005

Pétur Poppari

petur_poppariSaga Péturs Kristjánssonar lætur engan ósnortinn. Hann var goðsögn í lifanda lífi, hinn fullkomni holdgervingur hippakynslóðarinnar, en notaði þó aldrei dóp, og var samnefnari fyrir allt það flippaðasta sem rokksaga Íslands hefur að geyma. Pétur poppari – óborganleg bók um einstakan karakter.

Uppseld.

Útgáfuár: 2005

Gæfuleit

gaefuleitÞorsteinn Jónsson var einn af stofnendum Framsóknarflokksins, þingmaður, skólastjóri og útgefandi. Hann bjargaði Gagnfræðaskólanum á Akureyri frá hruni og gaf út verk Davíðs Stefánssonar. Frábær ævisaga um forvitnilegan mann sem hafði áhrif.

Uppseld.

Útgáfuár: 2005
Eldra Nýrra

Bókaútgáfan Hólar

Hagasel 14, 109 Reykjavík
Sími: 587 2619
Fax: 587 1180
Netfang: holar (hja) holabok.is