Anna Kristine látin
Anna Kristine Magnúsdóttir Mikulcákova lést nú í ársbyrjun. Bókaútgáfan Hólar gaf út tveir bækur eftir Önnu, Milli mjalta og messu, sem byggði á samnefndum og vinsælum útvarpsþáttum hennar, og Með létt skap og liðugan talanda, sem er ævisaga Möggu í Dalsmynni. Báðar bækurnar nutu vinsælda, enda var Anna fundvís á viðmælendur og kunni þá list að leita eftir því markverða og segja þá sögu vel og heiðarlega. Blessuð sé minning Önnu Kristine.
Miðvikudagur 12. janúar 2022