Afmælis- og útgáfutónleikar Papa Jazz
Guðmundur Steingrímsson – Papa Jazz – hélt glæsilega afmælis- og útgáfutónleika í Ráðhúsi Reykjavíkur, síðasta sunnudag, 18. október. Tilefnið var 80 ára afmæli kappans degi síðar og útgáfa á æviminningum hans, sem að sjálfsögðu heita Papa Jazz og eru skráðar af Árna Matthíassyni blaðamanni.
Salurinn í Ráðhúsinu var troðfullur og þurftu margir að standa. Líklega hafa verið þarna um 500 manns og skemmtu þeir sér konunglega, enda var hver djass- og dægurperlan af annarri flutt á meistaralegan hátt. Þarna komu meðal annarra fram, auk Guðmundar, Árni Ísleifsson, Friðrik Theodórsson, Björn Thoroddsen, Ólafur Gaukur og Svanhildur Jakobsdóttir, Helga Garlich, Raggi Bjarna, Ómar Ragnarsson, Carl Möller og Sigurgeir Sigmundsson.
Föstudagur 23. október 2009