Bjarni E. Guðleifsson látinn
Síðastliðinn laugardag, þann 7. september, lést Bjarni E. Guðleifsson náttúrufræðingur, fjallgöngugarpur og rithöfundur, 77 ára að aldri. Hann var höfundur fjölmargra bóka sem Bókaútgáfan Hólar hefur gefið út og má þar nefna Úr útiverunni, Á fjallatindum og sú allra nýjasta, Náttúruþankar (meðhöfundur er dóttir hans, Brynhildur), sem kom úr prentsmiðju aðeins nokkrum dögum fyrir andlát hans.
Að leiðarlokum vil ég þakka Bjarna fyrir ánægjulegt samstarf í gegnum árin og um leið og ég votta ættingjum hans samúð mína.
Guðjón Ingi Eiríksson
Mánudagur 9. september 2019