Talandinn – Er hann í lagi?

Talandinn.jpeg

Ertu með hæsi án kvefs, ræskingaþörf, raddbresti, kökktilfinningu í hálsi og raddþreytu? Ertu hætt/ur að geta sungið? Hvað þarftu að gera til að fanga hlustunarlöngun? Þarftu oft að endurtaka það sem þú segir? Veistu stöðu talfæra við myndun talhljóða? Gætir þú sagt einstaklingi til um hvernig hann á að mynda talhljóð?  Er einstaklingur með framburðargalla? Á hverju byggist skýr framsetning máli?

Í þessari bók sem er sú fyrsta sinnar tegundar á Íslandi má finna svör við hvað getur farið úrskeiðis í rödd, framburði og framsetningu máls. Bókin varpar á einfaldan, skýran og myndrænan hátt ljósi á þá flóknu líkamsstarfsemi sem myndar rödd og framburð. í henni má finna sjálfskoðunarlista svo fólk geti metið ástand eigin raddar. Æfingar til að ná burtu þreytu og/eða stirðleika í tal- og raddfærum. Röntgenmyndir af stöðu talfæra og einfaldar líffræðimyndir.

Leiðbeinandi verð: 4.680-.

 

 

Útgáfuár: 2018
Efnisflokkun: Bækur, Bækur, Íslenskan - málið okkar

Panta

Bókaútgáfan Hólar

Hagasel 14, 109 Reykjavík
Sími: 587 2619
Fax: 587 1180
Netfang: holar (hja) holabok.is