Esjan – ljósmyndasamkeppni
Ferðafélag Íslands stendur fyrir ljósmyndasamkeppni vegna fyrirhugaðrar útgáfu á gönguleiðabók um Esju sem Bókaútgáfan Hólar gefur út.
Esjan er vinsælasta útivistarsvæði landsins og þar stunda tugþúsundir manna gönguferðir og útiveru ár hvert.
Leitað er eftir Esjumyndum af öllu tagi; jafnt að sumri sem og öðrum árstíðum, bæði af náttúru fjallsins og af fólki í Esjuhlíðum.
Með þátttöku í samkeppninni heimilar ljósmyndari að hans myndir verði notaðar í bókina án endurgjalds en höfunda verður getið og veittar viðurkenningar fyrir myndir sem birtast munu í bókinni. Veitt verða sérstök verðlaun fyrir þrjár bestu myndirnar.
Skilafrestur mynda er 25. júní 2015. Myndum skal skilað á netfangiðesjan@fi.is eða á skrifstofu FÍ.
Fimmtudagur 16. apríl 2015