Jólabókaflóðið
Jólabókaflóð Bókaútgáfunnar Hóla er hafið. Hver titillinn af öðrum streymir nú út úr prentvélunum: bráðskemmtilegt vísnakver Hjálmars læknis Freysteinssonar, Lán í óláni, fræðandi og ekki síður skemmtilega bók eftir Pál Jónasson, Vísnaþrautir, Glettur og gamanmál eftir Vilhjálm Hjálmarsson á Brekku, Pétrísk-íslensk orðabók, eftir séra Pétur Þorsteinsson, KenKen-talnaþrautir 1 og 2, Bestu barnabrandarana-alveg milljón og Spurningabókin 2012. Áður eru komnar út þrekvirkið Handknattleiksbókin I-II, eftir Steinar J. Lúðvíksson, og metsölubókin Dauðinn í Dumbshafi, eftir Magnús Þór Hafsteinsson, í kilju. Þær bækur sem eiga eftir að koma út á þessu ári hjá Hólum eru: Návígi á Norðurslóðum, eftir Magnús Þór Hafsteinsson, en hún er framhald Dauðans í Dumbshafi, Skórnir sem breyttu heiminum, eftir Hönnu Guðnýju Ottósdóttur, Skagfirskar skemmtisögur 2-meira fjör, eftir Björn Jóhann Björnsson, og Amal, sem er ævisaga Amal Tamimi, skráð af Kristjönu Guðbrandsdóttur.
Laugardagur 29. september 2012