Íslandsmet!
Ein af jólabókum Hóla þetta árið verður Glettur og gamanmál eftir Vilhjálm Hjálmarsson á Brekku í Mjóafirði. Próförkin af henni er tilbúin og prentun framundan. Bókin inniheldur gamansögur og vafalítið falla þær víða í góðan jarðveg enda bráðsmellnar.
Þess má ennfremur geta að Vilhjálmur verður 98 ára síðar á þessu ári og er hann elstur allra á Íslandi til að skrifa bók. Það má einnig nefna að hann er klár með handrit að bók fyrir árið 2013 og einnig fyrir 2014. Geri aðrir betur.
Fimmtudagur 26. júlí 2012