Einn góður!
Unga móðirin var hjá geðlækninum.
„Þú hefur allt of miklar áhyggjur af barninu þínu,“ sagði hann. „Ég ætla að skrifa upp á róandi lyf sem þú þarft að taka tvisvar á dag. Komdu svo til mín aftur í næstu viku.“
Viku seinna kom konan og geðlæknirinn spurði:
„Hafa lyfin haft einhver áhrif?“
„Já,“ svaraði konan. „Þau hafa gert algjört kraftaverk.“
„Og hvernig hefur svo barnið þitt það?“
„Hverjum er ekki sama!“
Þriðjudagur 10. apríl 2012