Dauðinn í Dumbshafi
Þá er hún loksins komin út: Dauðinn í Dumbshafi, eftir Magnús Þór Hafsteinsson – mögnuð bók um skipalestirnar sem fóru frá Hvalfirði til Rússlands í seinni heimsstyrjöldinni með vopn, vistir, lyf og sitthvað fleira handa Rússum. Forseti Íslands, hr. Ólafur Ragnar Grímsson, fékk afhent fyrsta eintak bókarinnar á Bessastöðum í gær, fimmtudaginn 30. nóv., og má sjá myndir af því á slóðinni www.magnusthor.blog.is og eins af frétt um bókina og viðfangsefni hennar sem birtist í Kastljósinu, þriðjudaginn 28. nóv. og vakti mikil viðbrögð.
Fimmtudagur 1. desember 2011