Útgáfuhátíð vegna Fjallaþyts

Þann 13. júlí nk. kemur út bókin FJALLAÞYTUR-úrval úr ljóðum Hákonar Aðalsteinssonar.  Þann dag hefði hann orðið 75 ára, en hann lést í mars 2009.  Í tilefni af útgáfu bókarinnar verður þennan dag efnt til útgáfuhátíðar á Skjöldólfsstöðum á Jökuldal þar sem gestum býðst meðal annars að sitja í Hákonarstofu og hlýða á ýmsa áheyrilega sögumenn, auk þess sem hagyrðingar munu skemmta viðstöddum.  Hátíðin hefst klukkan 20:00 og eru allir velkomnir.

Þriðjudagur 6. júlí 2010
Efnisflokkun: Fréttir og tilkynningar

Panta

Bókaútgáfan Hólar

Hagasel 14, 109 Reykjavík
Sími: 587 2619
Fax: 587 1180
Netfang: holar (hja) holabok.is