Vinningshafinn í sjöttu spurningalotu Hóla

Óskar Sölvason hlaut vinninginn í sjöttu spurningalotu Bókaútgáfunnar Hóla og valdi hann sér bókina SÁ Á SKJÖLD HVÍTAN-VIÐSTALSBÓK VIÐ JÓN BÖÐVARSSON, sem Guðrún Guðlaugsdóttir skráði.  Þetta er hressileg bók um þennan mikla sagnamann og ættu fjölmargir að geta haft af henni bæði fróðleik og skemmtun.

Og nú er síðasta lotan í JÓLASPURNINGALEIK Bókaútgáfunnar Hóla hafin og er spurningarnar að finna á heimasíðu útgáfunnar, holabok.is  Vinningurinn er sem fyrr ein af bókum Hóla og það að eigin vali en auk þess gjafakort fyrir tvo í Borgarleikhúsið.  Og þá er bara að skella sér í leikinn og vona það besta.

Bókaútgáfan Hólar óskar svo landsmönnum öllum gleðilegra jóla og þakkar um leið fyrir góðar móttökur á bókum útgáfunnar, bæði nú og fyrr.

Mánudagur 14. desember 2009
Efnisflokkun: Fréttir og tilkynningar

Panta

Bókaútgáfan Hólar

Hagasel 14, 109 Reykjavík
Sími: 587 2619
Fax: 587 1180
Netfang: holar (hja) holabok.is