Vinningshafi í annarri spurningalotu Hóla

Vinningshafi í annarri spurningalotu Bókaútgáfunnar Hóla er Helga Dögg Haraldsdóttir og fær hún að launum bókina Föndur-Jól, eftir Rúnu Gísladóttur.  Þetta er afar falleg bók og sýnir okkur og sannar að það er auðveldlega hægt að búa til skrautlegt og skemmtilegt jólaskraut án þess að kosta miklu og jafnvel nokkru til.  Hvet því alla sem eru í jólaskreytingahugleiðingum að kynna sér þessa frábæru bók.

Og svo er rétt að taka það fram, að þriðja spurningalotan er hafin og eru komnar þrjár nýjar spurningar inn á heimasíðu Bókaútgáfunnar Hóla, holabok.is og er þær að finna undir orðinu JÓLASPURNINGALEIKURINN.

Sunnudagur 15. nóvember 2009
Efnisflokkun: Fréttir og tilkynningar

Panta

Bókaútgáfan Hólar

Hagasel 14, 109 Reykjavík
Sími: 587 2619
Fax: 587 1180
Netfang: holar (hja) holabok.is