Djass og áritun
Næstkomandi laugardag munu Guðmundur Steingrímsson og Árni Matthíasson kynna bókina PAPA JAZZ-LÍFSHLAUP GUÐMUNDAR STEINGRÍMSSONAR í Eymundsson, Austurstræti, frá kl. 15-16. Ennfremur verður boðið þar upp á léttan og ljúfan djass og bókin árituð fyrir þá sem vilja.
PAPA JAZZ er ómissandi innlegg í tónlistarsögu Íslendinga, en þess utan geymir hún m.a. margar sögur af sviðinu og utan sviðs, hernámsárunum í Hafnarfirði og ýmsu því sem á daga hins síunga Guðmundar Steingrímssonar (sem stendur á áttræðu, takk fyrir, og lætur ekki á sjá!) hefur drifið.
Djassgeggjarar! Þið látið ykkur ekki vanta í Eymundsson, Austurstræi, næsta laugardag.
Sunnudagur 8. nóvember 2009