
JÓNA – atkvæði og ambögur
Það er full ástæða til að vekja athygli ljóðaunnenda og þeirra sem þess utan hafa gaman af galgopahætti, sem á það til að fara hárfínt yfir strikið, á ljóðabókinni Jónu – atkvæði og ambögur, en hún geymir úrval ljóða hins snjalla hagyrðings Jóns Ingvars Jónssonar, sem því miður kvaddi okkur allt og snemma. Þarna er margan snilldarkveðskapinn að finna svo að ekki sé fastar að orði kveðið.
Miðvikudagur 30. júlí 2025